Menntamál - 01.12.1943, Page 51

Menntamál - 01.12.1943, Page 51
MENNTAMÁL 97 hefur — stundum a. m. k. — lumað á svívirðilegum get- sökum í garð kvennanna, sem urðu fyrir óláninu og reynt að svipta þá drepnu mannorði sínu í gröf sinni. Almenningsálitið virðist því ekki vera sérlega viðkvæmt fyrir framkomu hins erlenda hers hér á landi, né fram- komu þjóðarinnar í viðskiptum við hann. Því síður ná- kvæmt í mati sínu á málavöxtum. í hvert sinn, sem því hefur láðst að taka málstað íslands hefur það gerzt ginn- ingarfífl hins erlenda málstaðar, sem alltaf á sér nægar málpípur í öllum stéttum og flestum blöðum og þá stað- reynd lætur það einnig afskiptalausa. í sambandi við þessa hluti læðist að manni illur grun- ur eins og hrollkennd óhugnan. Hvaða óheillaöfl eru hér að verki Hvers vegna er álitlegur hópur kvenþjóðarinnar hundflatur fyrir erlendum hermönnum, sem tekið hafa land okkar hernámi og segja lögmætri stjórn okkar fyrir verkum, þegar þeim býður svo við að horfa Hvernig stend- ur á þvi, að ekki bólar á neinu, sem kalla mætti þjóðernis- tilfinningu Jafnvel persónulegt velsæmi og siðgæðistil- finning er ekki til staðar. Hvernig var siðgæðisgrundvöll- ur þesara kvenna áður en hermannaflóðið skolaði hon- um burt? Hvernig voru og eru hugmyndir þeirra um ætt- jörð? Hvernig stendur á því, að til eru nógu margir í þjóð- félaginu til að afsaka breytni þeirra? Hvernig stendur á því, aö öll óhæfa, hvaða nefni, sem hún nefnist virðist eiga sér næga málsvara? Jafnvel leiðtogar í menningu halda, að það sé góð og heppileg þjálfun fyrir lífið, að ung- ar stúlkur drasli við hermenn. — Hvernig stendur á því, að íslendingar eru sviptir frelsi og drepnir, án þess, aö aðrir íslendingar svo mikið sem fordæmi verknaðinn? Hvar er réttlætistilfinning fjöldans? Stendur hún ekki á svip- uðu mellustigi og siðgæðistilfinning hermannakvenfólks- ins? Eða er það skrjáfur seðlaflóösins, sem villir mönn- 7

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.