Menntamál - 01.12.1943, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.12.1943, Blaðsíða 46
92 MENNTAMÁI, skáld í raun og veru og eru svo óskáldlegir aö halda, að kommúnistar séu upp og ofan, eins og aðrir menn, mætti jafnvel sennilega styðja þaö sæmilegum rökum, að yfir- borðið af núlifandi kynslóð íslenzkra menntamanna og skálda sé engu merkilegri en þessi Máni Mýsingur. Skáld þetta á sér unnustu, en þegar hún sér mennina með gylltu hnappana og prikið, uppgötvar hún, að hann er ekki nógu karlmannlegur í ást sinni og hleypur frá honum. Honum fellur það þungt, en tekur því skynsam- lega. Nokkru síðar er hann þéttkenndur í samsæti með islenzkum betri borgurum og liðsforingjum. Þar flytur hann ræðu og átelur landa sína harðlega fyrir skriðdýrs- hátt þeirra við hið útlenda setulið. — Margir íslenzkir karl- menn, þar á meðal sumir trúnaðarmenn þjóðarinnar skríða flaðrandi að fótum hins erlenda herveldis, ýmist í hags- munavon eða af einskærri lítilmennsku er hann látinn segja. Einkum snýr hann þó máli sínu til kvenþjóðarinnar, sem bundist hefur einkamálum við þá menn, sem tekiö hafa land þeirra með ofbeldi og þar meö brotið þau óskráðu lög, sem lifa ættu í brjósti hverrar heiðvirðrar konu. Endirinn verður svo sá, aö skáldið lemur háttsettan foringja og er settur í varðhald, síðan fluttur til Englands og endar þar saga hans í bókinni. Lesendum til hugar- hægðar er þess þó getið síðar, aö honum hefði veriö sleppt úr varðhaldinu, þegar Rússar fóru í stríöið, en þá hélt hann austur þangað til að berjast við Nazista. Yngsta barn þeirra Miklabæjarhjónanna heitir Embla, kölluð fiðrildið. Hún er komin til Reykjavíkur og lifir þar í skjóli bróður síns, fjáraflamannsins. Um morguninn 10. maí fer hún snemma út á götur, sér Breta og verður stór- hrifin. Eftir það missir hún alla fótfestu og verður auð- unnin bráð fyrir kvensaman foringja. Hún telur sig lof- aða honum og lætur sig dreyma um höll hans í Skot- landi, þar sem hún ætlar að fæða honum barn sitt og lifa síðan með honum í ást og eindrægni, það sem eftir er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.