Menntamál - 01.12.1943, Qupperneq 22

Menntamál - 01.12.1943, Qupperneq 22
68 MENNTAMÁL Við, sem hófum þetta námsstjórastarf, erum sannfærðir um gildi þess, og teljum að það feli í sér mikla möguleika til verulegra umbóta á fræðslumálum og uppeldi í landinu. Og það er skoðun mín, og sjálfsagt okkar allra, að þetta spor sé tvímælalaust eitt hið allra þýðingarmesta, sem stigið hefur verið í málefnum barnafræðslunnar siðan 1907, að hin fyrstu lög um fræðslu barna og skólaskyldu voru sett. Og það hefur verið okkur mikil ánægja og öflug hvatning að starfa að þessu undir yfirstjórn fræðslumála- stjórans, sem hefur sýnt mikinn áhuga á því að þetta merka spor yrði stigið og jafnframt óvenju glöggan skiln- ing á þýðingu þess. Það er og ánægja að geta vottað það, að kennararnir hafa yfirleitt fagnað því að fá þetta lið- sinni, og allur almenningur, sem eitthvað lætur sig skipta þessi mál, hefur einnig tekið því vel. Ég vil því leyfa mér að bera fram þá eindregnu ósk til þings og stjórnar að sjá um það, að störf námsstjóranna, verði efld til muna svo þau mættu verða merkari og sterk- ari en þessi byrjunarár gátu sýnt. Nota vil ég svo tækifærið til að bera fram alúðarþakkir fyrir ómetanlega gestrisni og greiðasemi bænda og búa- liðs við sjó og í sveit. Skólanefndunum skulu einnig þakk- ir goldnar fyrir ágæta samvinnu. Og börnunum bið ég að heilsa. En við kennarana vil ég segja þetta: Hafið hjartans þökk fyrir samstarfið þessi tvö ár. Þið fáið og í stað minn í vetur skemmtilegan félaga og ágætan skólamann, Friðrik Hjartar skólastjóra. Þykist ég viss um að samvinna ykkar verður góð. Hefjum svo starf í Herrans nafni. Þótt erfiðlega' gangi, ber eigi að gerast bölsýnn um of. Þegar á móti blæs er það gamall og góður siður að leggjast fastar á árar. Það skulum við nú allir gera í vetur, því þjóð vor þarfnast þess og væntir þess að bæði skipstjórnarmenn og hásetar á skút- unni okkar allra geri nú skyldu sína í hvívetna. Margt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.