Menntamál - 01.12.1943, Page 12

Menntamál - 01.12.1943, Page 12
58 MENNTAMÁL hennar verður þá ekki reiknað eftir metum hennar á nein sviði, viðskiptaupphæðum né framkvæmdum þeim, sem tönn tímang kann að breyta í duft og ösku. En allt það, sem við metum við Einar, verður metið síðar við okk- ar kynslóð, bókmenntaskerfurinn, börnin og traustið til alls, sem hann trúði á. Engin sannindi íslenzkrar sögu eru meiri en þessi, sem mér finnst Einar hafa grunað og óvart lagt í vöggukvæöið dýrlega, að hið ytra, sem við gefum Jesúbarninu og barn- inu okkar, — um leið og við sendum það ókunnri fram- tíð á vald, — er ekkert annað né meira en rúm „gjört með grjót og tré“, en hjartað, sem leyft er að hrærast, er sú menningarvagga barnsins, sem það vitjar alla ævi aftur — og yfirgefur okkar kynslóð þá aldrei að fullu eins og við óttumst. „Vil ég mitt hjartað vaggan sé. Vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.“ Snori'l SigfÚHBon: Kennslneftirlitið Fáein orð um framkvæmd þess. Eins og kunnugt er hafa hin síðustu tvö ár starfað 4 menn á vegum fræðslumálastjórnarinnar við eftirlit með framkvæmd barnafræðslunnar í landinu. Hafa þessir menn hlotið nafnið: námsstjórar. í núgildandi fræðslulögum er ákveðið að svo skuli gjört, en ekki orðið úr framkvæmd fyrr. Undanfarin tvö ár hefur fræðslumálastjóri rætt þessa nýbreytni í útvarpi í ágætlega greinargóðum erindum. Má

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.