Menntamál - 01.12.1943, Side 6

Menntamál - 01.12.1943, Side 6
52 MENNTAMÁL raenna, engu frekar foreldris en langömmu eða langafa eða hliðarættingja. Þótt þetta ættarmót hverfi bráðlega af barninu að mestu, bregzt ekki, að það á eftir að koma síðar í ljós á ævi þess og skaplyndi sennilega með því. Flestir hafa heyrt getið um ættarfylgjur, illar og góðar, sem liggja oft niðri marga ættliði, en hverfa seint úr ætt. Ég skal ekki eyða lengri tíma til ættfræði, enda gætu aðrir, sem hér eru, mörgu við bætt og sjálfsagt orðað réttar eða nánar það, sem ég hef hlaupið á, en meginatriðið er þetta, að börnin eru ekki nema að nokkru leyti nútíðarmenn endurbornir, en virðast að öllu leyti fortíðarmennirnir end- urbornir. Þess vegna er margt i sögu, sem getur komið börnum við meira en okkur, og þessi stórfenglegu sannindi finnst mér falin í undirvitund fjölmargra unglinga og barna. Það er ein orsökin að söguást þeirra. Um leið ber að geta þess, að sagan endurtekst margvís- lega auk erfðanna, svo að framtíðaratvik og framtíðar- menning geta krafizt ýmissar upprifjunar á sögu af börn- um okkar og barnabörnum umfram það, sem af okkur er krafizt. Þetta viðurkenna allir og þarf varla að skýra. í þriðja lagi eru börn ekki eins ómóttækileg fyrir anda liðinna tíma og við erum flest orðin, sem fengið höfum eigin reynslu og mótaðar lífsskoðanir. Börn geta líka verið hættulega næm, fyrir því, sem haldið er að þeim með valdi sögunnar. í því efni er margt að varast. Við erum vottar þess, að fasistastjórnir hafa misnotað lífeðlisleg og söguleg sannindi til framleiðslu gervisanninda og til að gera sjúkdóm úr ættjarðarástinni. En við vonum, að þessu stríðifljúki svo, að gervisannindin fari eina leið með falsspámönnum sínum, en sannindin sjálf komi hrein úr deiglunni og ættjarðarástin. Þegar Þorsteinn kvaddi sér hljóðs fyrir aldamótin í nafni sósíal- ismans, krafðist það málefni sannleikans.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.