Menntamál - 01.12.1943, Page 24

Menntamál - 01.12.1943, Page 24
70 MENNTAMÁL hlýða að tímarit kennarastéttarinnar minnist Halldóru á þessum tímamótum í ævi hennar. Halldóra Bjarnadóttir er fædd að Hofi í Vatnsdal 14. okt. 1873. Foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir frá Háagarði í Skágafirði og Bjarni Jónasson frá Ási í Vatnsdal. Hafði föðurætt hennar búið lengi í Ási. Foreldrar Halldóru skildu samvistir, fór faðir hennar til Ameríku en Halldóra flutt- ist til Reykjavíkur með móður sinni og ólst þar upp. Leitaöi hún sér mennta eftir föngum á uppvaxtarárunum, en sök- um fátæktar meinuð löng skólavist. Lærði hún samt fjöl- margt í tímakennslu, bæði til munns og handa. Hóf hún síðan kennslustörf kornung að árum, fyrst vestur við Breiðafjörð, síðan norður á Höfnum á Skaga. Þegar hér var komið sögu, brauzt hún til utanfarar, sigldi til Noregs og settist í kennaraskóla í Kristianiu (Oslo). Eftir þriggja ára nám lauk hún ágætisprófi við skólann. Hvarf Halldóra þá heim og stundaði kennslu við barnaskóla Reykjavíkur og kvennaskólann. Laun voru þá mjög lág og engir settir fastir kennarar. Sótti Halldóra um föst mánaðarlaun, en fékk ekki. Tók hún þá það ráð, til þess að framfleyta þeim mæðgum, að hún sótti um kennarastöðu í Moss í Noregi og fékk hana. Var hún þar kennari í 11 ár. Jafnframt kennslunni ferð- aðist hún um Noreg, þegar tækifæri gáfust, og flutti erindi um ísland og íslenzku þjóðina. Árið 1908 fluttist hún aftur heim til íslands og fékk skólastjórastöðuna á Akureyri. Var hún þar skólastjóri nokkur ár, en sagði stöðunni upp. Nokkru síðar fluttist hún til Reykjavikur og gerðist handa- vinnukennari við Kennaraskólann. Síðar gerðist hún heim- ilisráðunautur og hefur sinnt þeim störfum síðustu árin. Hún dvelur nú á býli sínu Mólandi í Glerárþorpi við Akur- eyri. Af þessu stutta yfirliti sézt glögglega, að Halldóra Bjarna- dóttir hefur helgað þjóðlegri menningu og uppfræðslu landsmanna starfskrafta sína. Þó er vitanlega margt ótalið og ósagt um störf hennar. Þegar hún fluttist til landsins

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.