Menntamál - 01.12.1943, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.12.1943, Blaðsíða 50
96 MENNTAMÁL ÞaS heyrðist tæplega sú skoðun, að ósamboðið væri fyrir heiðvirða konu að bindast einkamálum við hermann árás- arþjóðar. Opinber nefnd tók þessi siðferðismál til athug- unar og birti skýrslu. Skýrslan var merkileg, en í sama bili heyrðust raddir, sem töldu siðferðisástandið gott og atyrtu nefndina harðlega fyrir störf sín. Almenningsálitið studdi nefndina ekki mjög eindregið og virtist hvorki sér- lega viðkvæmt fyrir heiðri þjóðarinnar né heill. Sumir töldu lærdómsríkt fyrir ungar stúlkur og þroskavænlegt að drasla við setuliðsmenn, heiðarlegar frúr og piparjómfrúr slógu út í aðra sálma og fóru að tala um það, að karl- mennirnir hefðu víst ekki orðið betri, ef allt hefði fyllst hér af útlendu kvenfólki. í stað þess að gráta örlög þeirra kynsystra sinna, sem misstu heiður sinn undir setuliðs- mönnum, fylltust þær djöfullegri meinfýsi við að útmála fyrir sjálfum sér og öðrum, hvernig útreið karlmannanna hefði getað orðið, ef þeir hefðu komist í vandann en ekki konurnar. íslenzkir þegnar, sem ekkert höfðu unnið til saka eftir íslenzkum lögum voru handteknir, dæmdir til refsinga og sumir fluttir úr landi. Almenningsálitið lagðist ekki ein- róma á sveif með þessum mönnum, stundum jafnvel frekar á móti. í sérhverja afsökun þess var ásökun lætt, til þjónkunar hinum erlenda málstað. — íslenzk stjórnar- völd voru þvinguð til að biðja um hervernd Bandaríkj- anna, að því að sagt er. Almenningsálitið tók því með jafnaðargeði. — Reynt er að læða því inn í meðvitund þjóð- arinnar, að okkur beri að líta á ameríska herinn sem vini, sökum þessarar herverndarbeiðni. Almenningsálitið hefur ekkert við það að athuga. Sumum er jafnvel ljúfara að leggja hlustirnar við „the voice of America“, sem lokkar með gulli og grænum skógum, heldur en „íslands eigin lagi“ í brjósti sínu. — íslenzkir menn hafa verið drepnir fyrir það eitt að leggja leið sína of nærri útlendum varð- mönnum og konur hafa verið svívirtar, en almenningsálitið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.