Menntamál - 01.12.1943, Síða 11

Menntamál - 01.12.1943, Síða 11
MENNTAMÁL 57 í Vallanesi ber, sonarsyni hans. En mest er, að fulltrúi ald- ar og stéttar er hann sakir trúar á guð sinn, land sitt og börnin, því að án trúarinnar á það hefðu íslendingar ekki lifað af. Hvort sem þetta skáld var kennari barna, eins og oft var, faðir eða boöberi trúar, var hann barnsins maður, þvi að barnið Jesús og barnið hans sjálfs 'rann í eitt í draumsjónum hans, barnið endurleysti hann á jörðu sem á liimni, og samruni þessa er ljós í Vöggukvæði hans, sem þetta er úr: í Betlehem vil ég nú víkja þá, vænan svein í stalli sjá, með báðum höndum honum að ná, hvar að ég kemst í færi. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Hvaða vöggu á Einar við? Barnsrúmin öll i Nesi, rúm þeirra Odds biskups og systkina hans, voru hlaðin úr hraungrýti, með gráan mosa að undirsæng og fjöl negld framan við, og stallinn í Betlehem sá Einar vel. Þess vegna þurfti barnið æðra rúm og fékk: Þér gjöri eg ei rúm meö grjót og tré, gjarnan læt ég hitt í té, vil ég mitt hjartað vaggan sé. Vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Vísnasöngurinn, sem táknaö getur þær bókmenntir ís- lands, sem Einar kunni, hræi’ðu vögguna, hrærðu hjart- að, þar sem þessi langafi okkar alli*a, móðui*jarðarskáldiö, vaggaði von sinni, barninu. Hugsum okkur, að nútíðin fái að lokum þann dóm, sem er trúlegur þrátt fyrir tækni hennar, að hún hafi verið eins óráðinn siöskiptatími og öld Einars prests í Nesi. Ágæti

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.