Menntamál - 01.12.1943, Síða 40

Menntamál - 01.12.1943, Síða 40
86 MENNTAMÁL og eflingar þessum máttarstoðum sjálfstæðis íslenzku þjóð- arinnar. Barnabókmenntir, saga og stafsetning. Frá allsherjarnefnd voru eftirgreindar tillögur samþykkt- ar í einu hljóði: — Almennt kennaraþing beinir til fræðslumálastjórnar: 1. AÐ stofnaö verði til rannsókna á því í skólum og heim- ilum, hvaða aðferðir eru áhrifamestar til þess að vekja áhuga barna og unglinga, á ýmsum aldri, á bókmennta- perlum íslendinga að fornu og nýju, fegurð tungunnar og merkum atburðum og mönnum íslandssögunnar. Mætti stofna í þessu skyni tilraunaskóla og fá auk þess hóp for- eldra til samstarfs um athuganir á börnum í heimahúsum. 2. AÐ athugað verði af kennurum í samráði við sagn- fræðinga, með hverjum hætti kennslubækur íslandssögu fyrir börn eigi að vera, svo að vænta megi sem bezts árang- urs af kennslunni, og að þeim niðurstöðum fengnum verði hæfustu mönnum falið að semja bækur í samræmi við þær. Einnig verði athugað, að hve miklu leyti sé unnt að sam- eina heimildalestur íslenzkukennslunni, með því að örðugt mundi að auka tíma til sögukennslunnar á annan hátt og margar söguheimildir eru hinar kjarnbeztu að máli.. 3. AÐ gefið verði út í vönduöum myndskreyttum útgáf- um við hæfi barna og unglinga, úrval úr íslenzkum þjóð- sögum, ævintýrum, þjóðkvæðum, íslendingasögum, Eddu- þáttum, svo og valdir þættir úr bókmenntum sJðustu alda, og bókum þessum dreift inn á hvert heimili og í hvern skóla á landinu. 4. AÐ gefin verði út nauðsynleg hjálpargögn, svo sem orðalistar og réttritunaræfingar með ritreglum til notk- unar við stafsetningarkennslu, og stafsetningarorðabök, sem barnið hljóti til fullrar eignar að námi loknu.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.