Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Page 10

Menntamál - 01.03.1950, Page 10
4 MENNTAMÁL mennings, en hið sama verður varla sagt um andlegu heilsuverndina, geðverndina. Þó er andleg heilbrigði, ekki síður en líkamleg, nauðsynlegt skilyrði farsældar og ham- ingju. Ástæðan til þess, að geðverndin hefur verið van- rækt til þessa, er líklega fyrst og fremst sú, að geðlæknis- fræðin hefur lengst af orðið útundan meðal vísindagreina. Hún er því mjög ung sem fræðigrein á nútíma vísu, og þó að þekkingu í henni hafi fleygt fram á síðustu árum, á hún þó flest enn ónumið. Geðvernd er starfsemi, sem stefnir að því að bægja frá mönnum hvers kyns sjúkdómum og veilum, sem geðsmun- ina snerta. Er þá ekki aðeins átt við geðveiki í þrengri merkingu þess orðs svo og aðrar taugabilanir, heldur yfir- leitt allt, sem hefur í för með sér jafnvægistruflun geðs- munanna, einstaklingnum og umhverfi hans til angurs og ama. Og geðverndin felur í sér meira en þetta. Hún leitast við að efla heilbrigði hvers einstaklings, þroska hann sem bezt andlega, þannig að allir hæfileikar hans fái sem bezt notið sín í lífsstarfinu, honum sjálfum og öðrum til heilla. „Heilbrigði er fullkomið líkamlegt, andlegt og félagslegt velferli, en ekki einungis firrð sjúkdóma og vanheilinda," segir í stofnskrá Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Heil- brigði í þessum skilningi er takmark í órafjarlægð, tak- mark, sem seint verður náð, en stöðugt ber þó að stefna að. Þótt ýmiskonar geðverndarstörf séu þegar rækt í þjóð- félagi voru, eru samt flest verkefnin enn óleyst á þessu sviði. Mörg þeirra, ef ekki öll, eru aðkallandi og engri stétt ljósari en læknunum. Það var því ekki óeðlilegt, að tilmæli um auknar aðgerðir á þessu sviði heilbrigðismálanna kæmu frá þeim. Það var seint á árinu 1949, að Læknafélag Reykjavíkur, sem þá varð 40 ára gamalt, ákvað að beita sér fyrir stofnun samtaka, er sérstaklega og einvörðungu létu geðverndarmál til sín taka. Var síðan leitað stuðnings manna úr ýmsum stéttum, og með sameiginlegu átaki

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.