Menntamál - 01.03.1950, Síða 17
MENNTAMÁL
11
næsta ábótavant og þau mæta oft misskilningi og rang-
læti. 1 víðustu merkingu er hæfileikum og aðlögunarhæfi
slíkra barna að einhverju leyti áfátt, hegðun þeirra sting-
ur í stúf við hegðun heilbrigðra barna, svo að þau ýmist
vekja gremju eða verða til athlægis út í frá- Það er oft
ekki fötlunin eða vöntunin sjálf, sem veldur þessum börnum
mestum þjáningum, heldur afstaða almennings gagnvart
þeim. Við könnumst því miður alltof vel við þá tilhneigingu
almennings að „spila með“ hálfvita og vangefna menn,
henda gaman að krypplingum og dvergum, svo að algeng-
ustu dæmi séu tekin.
Allt öðru vísi er afstaða foreldranna til slíkra barna, og
þarfnast þeir ekki síður leiðbeiningar svo að þeir geti
hagað framkomu sinni við börnin sem skynsamlegast. Þeir
hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Með þeim býr stund-
um afbrýðisemi gagnvart þeim foreldrum, sem heilbrigð
börn eiga. Þeir þurfa að sýna sjálfsafneitun og fórnfýsi
í miklu ríkara mæli en foreldrar heilbrigðra barna. Þetta
markar afstöðu þeirra gagnvart barninu oft á miður heppi-
legan hátt, svo að það kemst brátt að raun um, ekki ein-
ungis af framkomu utanheimilismanna gagnvart því,
heldur og af viðhorfi foreldranna við þeim, að þau séu
volaðir aumingjar, sem ekki eigi samleið með heilbrigð-
um mönnum. Fávitar og mjög vangefin börn eru svo ham-
ingjusöm, ef svo má segja, að finna lítið eða ekki til ann-
marka sinna. En öll önnur fötluð börn, sem fulla skyn-
semi hafa, gera það fyrr eða síðar. Þessi vitneskja um
annmarka sína, út af fyrir sig, eykur oft aðeins á þján-
ingar eða óhamingju barnsins. Við þessa vitneskju verð-
ur að bætast annað mjög mikilvægt atriði, sem er raun-
ar höfuðskilyrði fyrir hamingjusamri framtíð barnsins:
það verður að sætta sig við fötlun sína eða ágalla. Hið
almenna upeldi vanheilla barna snýst um þetta höfuðatriði.
Áf þessu skilst, hve mikinn stuðning skilningsgóðir for-
eldrar geta veitt barninu, svo og kennarar, sálfræðingar