Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.03.1950, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 11 næsta ábótavant og þau mæta oft misskilningi og rang- læti. 1 víðustu merkingu er hæfileikum og aðlögunarhæfi slíkra barna að einhverju leyti áfátt, hegðun þeirra sting- ur í stúf við hegðun heilbrigðra barna, svo að þau ýmist vekja gremju eða verða til athlægis út í frá- Það er oft ekki fötlunin eða vöntunin sjálf, sem veldur þessum börnum mestum þjáningum, heldur afstaða almennings gagnvart þeim. Við könnumst því miður alltof vel við þá tilhneigingu almennings að „spila með“ hálfvita og vangefna menn, henda gaman að krypplingum og dvergum, svo að algeng- ustu dæmi séu tekin. Allt öðru vísi er afstaða foreldranna til slíkra barna, og þarfnast þeir ekki síður leiðbeiningar svo að þeir geti hagað framkomu sinni við börnin sem skynsamlegast. Þeir hafa orðið fyrir sárum vonbrigðum. Með þeim býr stund- um afbrýðisemi gagnvart þeim foreldrum, sem heilbrigð börn eiga. Þeir þurfa að sýna sjálfsafneitun og fórnfýsi í miklu ríkara mæli en foreldrar heilbrigðra barna. Þetta markar afstöðu þeirra gagnvart barninu oft á miður heppi- legan hátt, svo að það kemst brátt að raun um, ekki ein- ungis af framkomu utanheimilismanna gagnvart því, heldur og af viðhorfi foreldranna við þeim, að þau séu volaðir aumingjar, sem ekki eigi samleið með heilbrigð- um mönnum. Fávitar og mjög vangefin börn eru svo ham- ingjusöm, ef svo má segja, að finna lítið eða ekki til ann- marka sinna. En öll önnur fötluð börn, sem fulla skyn- semi hafa, gera það fyrr eða síðar. Þessi vitneskja um annmarka sína, út af fyrir sig, eykur oft aðeins á þján- ingar eða óhamingju barnsins. Við þessa vitneskju verð- ur að bætast annað mjög mikilvægt atriði, sem er raun- ar höfuðskilyrði fyrir hamingjusamri framtíð barnsins: það verður að sætta sig við fötlun sína eða ágalla. Hið almenna upeldi vanheilla barna snýst um þetta höfuðatriði. Áf þessu skilst, hve mikinn stuðning skilningsgóðir for- eldrar geta veitt barninu, svo og kennarar, sálfræðingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.