Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Síða 26

Menntamál - 01.03.1950, Síða 26
20 MENNTAMÁL þessa skólastigs brýnni hér í Reykjavík en víðast annars staðar. Því veldur hinn geysilegi nemendafjöldi og tak- mörkuð kynni unglinga höfuðstaðarins af atvinnulífi þjóð- arinnar. Hitt er þó enginn vafi, að flestum kaupstaðaskól- unum mun þörf aukinna möguleika til hagræns náms, þar sem betur sé tekið tillit til námsgetu unglinganna og þarfa þjóðarinnar en nú er. Framkvæmd skólalöggjafarinnar kostar nú milljónatugi ár hvert. Þess er því trauðla van- þörf, að tryggt sé sem verða má, að þessu fé sé ekki sóað í vafasamar skólasetur. Hér telur Landssamband fram- haldsskólakennara sig hafa miklu verki að sinna, og vill það mælast til aðstoðar allra uppalenda um lausn þessara vandamála. I hagsmunabaráttu kennara hefur L. S. F. K. tekið þátt við hlið annarra launþegasamtaka í B. S. R. B. Nýlega hefur það unnið sigur, sem öllum stundakennurum nýtist af, þar sem það hefur fengið rétt þeirra viðurkenndan til sömu launauppbóta og öðrum starfsmönnum ríkisins eru greiddar. Sú barátta hefur orðið alllöng og kostað mörg spor, en mestu skipti, hve árangursrík hún varð. Jafnhliða hefur sambandið unnið í vetur að ákveðnum tillögum um launakjör kennara í sambandi við endurskoð- un þá, sem nú fer fram á launalögunum. Mun sambandið standa eftir mætti á verði um hlut kennara, en vitanlega er engu hægt að lofa um árangur. Þá verða ekki talin að þessu sinni fjölmörg smærri mál, sem L. S. F. K. hefur fjallað um á stuttum æviferli sínum. Sumu hefur þar verið stýrt í höfn, öðru nokkuð áleiðis, en vitanlega höfum við ekki fengið öllum óskum okkar framgengt. Væri sjálfsagt mörgu þokað lengra, ef stjórn- armenn væru ekki allir mjög störfum hlaðnir, hver við sinn skóla. Sjálfsagt er og ljúft að geta þess, að fræðslumálastjórn hefur tekið þessum ungu samtökum með miklum skilningi og viðurkennt þau með ýmsum hætti. Það styrkir stjórn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.