Menntamál - 01.03.1950, Síða 29
MENNTAMÁI,
23
og höfum því sennilega báðir haft skilyrði til þess að kynn-
ast síðustu kynslóð 19. aldarinnar, enda þótt við séum ekki
fæddir fyrr en eftir aldamót.
Fyrst, þegar ég man eftir mér og heyrði á deilur manna
um guðfræðileg efni, voru þeir kallaðir rétttrúaðir, sem
trúðu biblíunni orði til orðs, ekki aðeins trúarboðskap henn-
ar, heldur landfræði hennar og náttúrufræði. Þessir menn
fóru tvær leiðir, þegar þeir vörðu málstað sinn fyrir gagn-
rýnendum. Önnur leiðin var að halda í bókstaf biblíunnar,
alveg án tillits til þess, sem vísindin sögðu. Ég minnist
þess, að einu sinni sagði kunnur áhugamaður um trúmál
þessa setningu: „Ef ég efast um eitt orð í Biblíunni, þá
læt ég hana alla rúlla.“ Þetta var á kirkjulegum fundi í
K. F. U. M.-húsinu. Með öðrum orðum, eitt smáatriði í
sögulegri eða landfræðilegri frásögn gat fellt alla hina
biblíulegu opinberun, ef það reyndist rangt. Hin leiðin var
allt annars eðlis. Hún var í því fólgin að viðurkenna vís-
indin, en reyna svo jafnframt að sýna fram á, að allt,
sem stæði í biblíunni, væri í samræmi við vísindin. Á skóla-
árum mínum heyrði ég vel þekktan leikmann flytja fyrir-
lestur í K. F. U. M. Hann varði löngum tíma til að sanna,
að það væri skoðun biblíunnar, að jörðin væri hnöttótt.
Hann tíndi saman tilvitnanir úr ýmsum ritum hennar og
varð úr því hinn undarlegasti samsetningur.
Þannig hætti gamalguðfræðingunum oftast við að verja
ranga náttúrufræði og hæpna sagnfræði, ef Biblían átti
í hlut. Vona ég, að Steingrímur Benediktsson sé mér sam-
mála um, að það væri engan veginn æskilegt, að þessi
skoðun á Biblíunni, sem rétttrúnaður aldamótaáranna
hélt fram, yrði gerð að grundvallaratriði í trúarbragða-
kennslu skólanna.
En — hvað skyldi þá koma í staðinn?
Þegar ég rifja upp viðkynningu mína við forgöngumenn
nýguðfræðinnar hér á landi, kemur upp í huga mínum
hjartanlegt þakklæti fyrir það, að mér skyldi auðnast að