Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Side 30

Menntamál - 01.03.1950, Side 30
24 MENNTAMÁL komast í kynni viS þá. Þeir voru heitir kirkjumenn og sterkir Kriststrúarmenn. Fyrir þeim var Kristur hið óskeikula guðsorð og Biblían að því leyti guðsorð, sem hún hélt hans kenningu fram og var nauðsynleg til skiln- ings á því. Það var síður en svo, að þessir menn hefðu lamandi áhrif á þá, sem höfðu valið sér það hlutskipti að kenna kristin fræði. Býst ég t. d. við, að kennarastéttin eigi örðugt með að líta svo á, að maður eins og séra Magnús Helgason hafi gert mikið tjón sem leiðtogi kenn- araefna eða hafi stuðlað að því, að kirstindómskennslan væri rækt verr en önnur kennsla. Sjaldan hef ég haft bet- ur undirbúin börn undir fermingu en þau, sem tveir „frjálslyndir“ barnakennarar höfðu haft undir sínum handarjaðri, og voru þeir báðir búnir undir starf sitt af nýguðfræðingnum séra Magnúsi Helgasyni. Þess vegna verðum við enn að leita annarra skýringa á þessarri stað- reynd, sem við Steingrímur erum báðir sammála um, sem sé að kristindómsfræðslunni hafi hnignað. Steingrímur og margir fleiri ásaka skólana fyrir hnign- unina. En því betur sem ég hugsa málið, því sannfærðari er ég um það, að hvað sem kann að vera að skólunum að finna, eru þeir síður en svo einir um sökina. Mér virðist málið liggja þannig fyrir: Á seinni hluta 19. aldar eru það þrír aðilar, sem hafa kristindómskennsluna á hendi, prestar, kennarar og heimili. Fermingarundirbúningur prestanna mun þá yfirleitt hafa verið fremur lélegur. Flestir prestar létu börnin læra kverið utan að án nokk- urs verulegs samtals eða skýringa. Kennslan var oftast þurr og áhrifalítil, og voru þó engir biblíurannsóknar- menn að verki. En börnin vöndust húslestrum og sálma- söng heima og tóku þátt í guðþjónustum safnaðarins. Barnaskólarnir þurftu ekki í rauninni annað en að að- stoða þessa tvo aðila, heimilið og kirkjuna. Hinn mikli kostur við þetta var það, að unglingarnir kynntust krist- indómnum ekki aðeins af bókum, heldur og af helgum iðk-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.