Menntamál


Menntamál - 01.03.1950, Side 33

Menntamál - 01.03.1950, Side 33
MENNTAMÁL 27 sjálfsagt, að trúarbragðafræðslan yrði helzt í því fólgin að gefa mönnum einhverja nasasjón af kenningum sem flestra trúarbragða, án þess að skapa skilyrðin fyrir því, að nemendur gætu sjálfir tileinkað sér nokkura trú. — Þetta viðhorf hefur einnig gilt með tilliti til hins kirkju- lega boðskapar, er hann var fluttur í ltirkjunum. Menn hafa litið á kirkjuna sem landsamband eins konar náms- flokka í kristnum fræðum, og ekki nóg með það, — með mælikvarða náttúruvísindanna í höndum og heimspeki efnishyggjunnar í höfðinu var jafnan miðað við það, hvort kenningar kirkjunnar kæmu í öllum atriðum heim við þetta hvort tveggja, en minna um það spurt, hvort kirkjan og trúfræSi hennar hefði nokkur þau sannindi að flytja, sem fulltrúum vísinda og heimspeki bæri að taka tillit til. Þess var ekki gætt sem skyldi, að alveg eins og náttúrufræði, stjörnufræði og sagnfræði biblíunnar verð- ur að leggjast undir dóm vísindanna, þannig verða skoð- anir á trúarsannindum biblíunnar að byggjast á því, sem trúin hefur um þau að segja. Það mundi þykja hrein vit- firring að kenna músík, ef ekki væri tekið tillit til þess, sem maðurinn skynjar við músíkalskar iðkanir. Sá maður, sem ekki kynnist heimi trúarinnar af eigin reynslu, hversu ófullkomin sem sú reynsla kann að vera, verður litlu nær um trúarbrögðin, hversu mörg trúarbragðakerfi sem hann er fræddur um. Grundvallarskilyrðin fyrir því, að menn skilji kristindóminn, er því ekki það, að menn séu í hverju smáatriði hárvissir um það, hvar einhver og einhver saga biblíunnar stenzt vísindalega gagnrýni, heldur hitt, að í Kristi er að finna Orð Guðs og opinberun til mannanna, og þetta Orð Drottins kemur til móts við oss í Biblíunni. Ennfremur, að kjarni þess orðs verði ekki skynjaður af öðrum en þeim, sem í trúnni á Krist veita honum viðtöku. 1 þessari bók, sem inniheldur sagnfræðilegar heimildir, helgisagnir, ævintýri, sálma, bréf, guðspjöll, ástaljóð, leik- rit, spámannarit o. s, frv. er a<5 finna Guðs orð til mann-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.