Menntamál - 01.03.1950, Page 49
MENNTAMÁL
43
aS mest. Síðan má smáþyngja myndastílana með því að
hafa þá frjálsari og loks óbundna, þar sem ákveðin mynd
er hengd upp og börnunum sagt að lýsa henni — skrifa
um hana (12 ára börn). — Aðalatriði stafsetningarkennslu
barna er að koma í veg fyrir að þau skrifi rangt. Með þetta
aðalmarkmið í huga er bókin samin. Sjónminnið verður að
hjálpa yngri börnunum, en skilningurinn þeim eldri. Og
skilningur á lögmálum núgildandi stafsetningar fæst með
málfræðinámi. Því er sjálfsagt að láta það (málfræði-
námið) styðja stafsetningarnámið. Vona ég, að þetta sjón-
armið verði augljóst þeim, er bókina nota. — (Ekki má
gleyma, að láta börnin læra stafsetningarreglur bókar-
innar).
Margir ætla að stafsetningarnám sé mjög leiðinlegt
fyrir börn. Slíkt þarf ekki að vera, sé þess gætt að beita
mismunandi aðferðum til skiptis og skapa þannig fjöl-
breytni.
Þessar aðferðir er bent á í Stafsetning og stílagerð:
1. Einstök orð, orðalistar. — Teiknun (bls. 5 og 8—11).
2. Lært að mynda setningar (bls. 8—11).
3. Töflustílar. (Ýmiss konar).
4. Skrifað upp úr bók.
5. Lesið fyrir. (Skipulögð kennsla).
6. Myndastílar — bundnir — frjálsir.
7. Eyðufyllingar. (Einst. stafir. Einst. orð).
8. Rímæfingar. (Bls. 14).
9. Endursagnir.
10. Sendibréf — bundin—(bls.31).
11. Sendibréf — frjáls.
12. Nútíð snúið í þátíð — og öfugt (bls. 43—44).
13. Beinni ræðu snúið í óbeina — og öfugt (bls. 45).
14. Bundnu máli snúið í óbundið mál.
15. Ritgerðir ýmiss konar.
16. Upprifjanir. — (Próf m. ýmsu móti).