Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 3
SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON:
Frá uppeldismálaþinginu í Fontainebleau.
Dagana 4.—9. júlí sat ég
sem fulltrúi Barnavernd-
arráðs íslands uppeldis-
málaþing, sem fór fram í
Fontainebleau í Frakk-
landi. Þing þetta var hald-
ið af Alþjóðafélagi kenn-
ara vangæfra barna (In-
ternational Association of
Workers for Maladjusted
Children), sem stofnað var
1951, og var þetta hið
þriðja í röðinni. Þing þetta
sóttu um 580 manns frá
nær 40 löndum, jafnvel frá
Ástralíu, Nýja Sjálandi og
sumum löndum Suður-
Ameríku.
Þing þetta var skipulagt með öðrum hætti en önnur
fjölmenn mót af slíku tagi, sem ég hef sótt. Venjulega
starfa slík þing í mörgum deildum, e. t. v. 10—12, og
fjöldi erinda er fluttur á sama tíma, svo að hver einstakur
þátttakandi getur ekki fylgzt með nema litlum hluta þess,
sem á þinginu gerist. En á þessu þingi var sá háttur hafð-
ur á, að þingið starfaði aðeins í einni deild, hver maður
gat því fylgzt með öllu, sem þar gerðist. Voru fyrst flutt
framsöguerindi um efni þau, er á dagskrá voru. Síðan
Simon Jóh. Agústsson.