Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 8

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 8
134 MENNTAMÁL starfa við barnaheimili eða veita þeim forstöðu, en við þau flest er þó einn fullgildur kennari. Annars er þetta mál víðast hvar enn í deiglunni. Ég átti þess kost að skoða all mörg uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga, og eitt heimili sá ég þar sem ung- ar stúlkur dvöldust. Af ytra aðbúnaði furðaði ég mig mest á, hve húsnæðið var rúmt, en víðast hvar var það ekki að sama skapi hentugt. Oftast hagar þannig til, að stórt bændabýli hefur verið tekið undir uppeldisheimilið eða þá einhver höll, sem auðugur maður hefur látið reisa endur fyrir löngu og nú stendur auð, og síðan er þessi húsakostur aukinn eftir þörfum. Ég skoðaði t. d. heimili, þar sem 80 drengir 14—18 ára dvöldust. Bjuggu 20 þeirra saman í húsi og mynduðu þar tiltölulega sjálfstæða heild. Var hver hópur þannig út af fyrir sig að mestu leyti, þótt heimilið væri svona stórt. Vinnubrögð voru þarna mjög fjölbreytt. Fyrst og fremst landbúnaðarstörf, kornrækt, grænmetis- rækt, kúabú, því að jörðin var mjög stór og rekin með nú- tíma tækni og tækjum. Síðan alifuglarækt, býflugnarækt og loks alls konar smíðar og listiðnaður. Voru þar stór verk- stæði, svo að dæmi séu nefnd. Stunduðu þar sumir leir- kerabrennslu og voru munir þeirra mjög smekklegir, t. d. kakkelborð, vasar, öskubakkar. Sumir unnu að glerskreyt- ingu, sem er gamall listiðnaður í Frakklandi. Er hér þó fátt eitt nefnt. Ég var hissa á því, hve vinna drengjanna var fjölbreytt og listræn, og myndi margur hér að heiman hafa ætlað, að hann væri kominn inn í handíðaskóla og hann ekki af lakara taginu. Drengirnir höfðu og byggt stórt hús, höll. Var þeim lagt til efnið, en að öðru leyti reistu þeir hana hjálparlaust, teiknuðu hana, réðu í öllu út- liti hennar og innréttingu. Var þetta hin veglegasta höll, og í henni bjó einn hópurinn, 20 drengir. Voru þeir sem vænta mátti mjög hreyknir af þessu afreki sínu. Drengir á þessum heimilum hafa nokkurt kaup, auk þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.