Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 8

Menntamál - 01.12.1956, Page 8
134 MENNTAMÁL starfa við barnaheimili eða veita þeim forstöðu, en við þau flest er þó einn fullgildur kennari. Annars er þetta mál víðast hvar enn í deiglunni. Ég átti þess kost að skoða all mörg uppeldisheimili fyrir vangæf börn og unglinga, og eitt heimili sá ég þar sem ung- ar stúlkur dvöldust. Af ytra aðbúnaði furðaði ég mig mest á, hve húsnæðið var rúmt, en víðast hvar var það ekki að sama skapi hentugt. Oftast hagar þannig til, að stórt bændabýli hefur verið tekið undir uppeldisheimilið eða þá einhver höll, sem auðugur maður hefur látið reisa endur fyrir löngu og nú stendur auð, og síðan er þessi húsakostur aukinn eftir þörfum. Ég skoðaði t. d. heimili, þar sem 80 drengir 14—18 ára dvöldust. Bjuggu 20 þeirra saman í húsi og mynduðu þar tiltölulega sjálfstæða heild. Var hver hópur þannig út af fyrir sig að mestu leyti, þótt heimilið væri svona stórt. Vinnubrögð voru þarna mjög fjölbreytt. Fyrst og fremst landbúnaðarstörf, kornrækt, grænmetis- rækt, kúabú, því að jörðin var mjög stór og rekin með nú- tíma tækni og tækjum. Síðan alifuglarækt, býflugnarækt og loks alls konar smíðar og listiðnaður. Voru þar stór verk- stæði, svo að dæmi séu nefnd. Stunduðu þar sumir leir- kerabrennslu og voru munir þeirra mjög smekklegir, t. d. kakkelborð, vasar, öskubakkar. Sumir unnu að glerskreyt- ingu, sem er gamall listiðnaður í Frakklandi. Er hér þó fátt eitt nefnt. Ég var hissa á því, hve vinna drengjanna var fjölbreytt og listræn, og myndi margur hér að heiman hafa ætlað, að hann væri kominn inn í handíðaskóla og hann ekki af lakara taginu. Drengirnir höfðu og byggt stórt hús, höll. Var þeim lagt til efnið, en að öðru leyti reistu þeir hana hjálparlaust, teiknuðu hana, réðu í öllu út- liti hennar og innréttingu. Var þetta hin veglegasta höll, og í henni bjó einn hópurinn, 20 drengir. Voru þeir sem vænta mátti mjög hreyknir af þessu afreki sínu. Drengir á þessum heimilum hafa nokkurt kaup, auk þess

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.