Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 10
136 MENNTAMÁL á því, að eitthvað af þeim fjármunum, sem varið var 1 óhóflegt skraut, hefði farið til þess að búa húsið betur að húsgögnum og þægindum og gera það heimilislegra. Fontainebleau, þar sem mótið var haldið, er sögufræg borg, þótt ekki sé hún stór. íbúar hennar munu nú vera a. m. k. 250—300 þúsundir. Hún liggur um 60 km. fyrir sunnan París, og var frægðarljómi hennar mikill á mið- öldum, því að konungar Frakklands höfðu þar löngum að- setur sitt. Frans I. Frakkakonungur lét reisa Fontaine- bleau-höllina snemma á 16. öld, og er hún bæði að vtra formi og innra skrauti ein fegursta höll Frakklands. Skoð- uðum við höllina einn daginn, og í sölum hennar fór fram skilnaðarhófið. Fontainebleau (sem þýðir hinar bláu upp- sprettur eða blálindir) er umvafin stærsta skógi Frakk- lands, og er hann um 18.000 hektarar að flatarmáli. Liggja um hann margir vegir og gangstigir, og er þar víða undur- fagurt um að litast. Var áður gnægð veiðidýra í skóginum, og er þar e. t. v. skýringin á því, hvers vegna Frakklands- konungar tóku svo miklu ástfóstri við Fontainebleau. Frakkar lögðu sig mjög fram til þess að dvöl þinggest- anna yrði sem ánægjulegust. Fékk t. d. hver þinggestur fagra bók að gjöf með myndum af sígildum listaverkum úr frönskum söfnum. Farið var í smáferðalög um nágrennið, merkar hallir og sögustaðir skoðaðir. Veizlur og veitingar voru rausnarlegar og fóru fram með þeim látlausa glæsi- brag, sem Frökkum er eiginlegur. Þingið var á allan hátt mjög vel skipulagt, og varð, að ég held, öllum til gagns og gleði. Það sem framar öllu ein- kenndi það, var hið raunsæja viðhorf, sem þar ríkti í er- indaflutningi og umræðum öllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.