Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 42
168
MENNTAMÁL
Eins og áður er sagt er:
gymnastik = stripl + sprikl.
Sé stærðfræðin notuð frekar og aðferð Englendinga hag-
nýtt, er þeir bjuggu til orðið smog úr smoke og fog, fæst
stripl -j- sprikl — STRIKL.
Nemandinn rétti úr sér og hrópaði: „Þetta er fyrirtaks
orð á baðströndinni eða uppi á þakinu á Sundhöllinni, þeg-
ar við erum að striplast, sprikla og strjúka okkur. Slíkur
verknaður verðskuldar sérstakt heiti, en í skólunum held
ég, að það þætti skrítið.“ Það held ég líka, en þar verðum
við að nota orðið leikfimi, þar til annað finnst betra. Ræki-
leg túlkun þarf að fylgja, því að ekkert af þeim orðum,
sem notuð hafa verið, ná því hugtaki, sem þeim er ætlað.
Leikfimi er annað og meira en stripl og sprikl eða að ná
meti í einhverri íþrótt.
„En hvað er þá leikíimi?“ spurði nemandinn ennþá
ákafari en áður. Nú vafðist mér tunga um tönn, því að ég
mundi ekki eftir því að hafa séð það nokkurs staðar í
fimleikakennarafræðunum, hvernig því yrði svarað með
fáum orðum, þó ég hafi lesið allmargar bækur í þeim efn-
um. Ég gat ekki fellt mig við að standa klumsa án þess að
gera minnstu tilraun til þess að svara svo þýðingarmikilli
spurningu, svo að ég herti mig upp til svars, þó að ég væri
ekki öruggur um, að svarið væri nógu vel hugsað og sagði:
„LEIKFIMIN ER STARFANDI MANNVITIÐ
MEÐ ÞEIM TÆKJUM, SEM ÞAÐ HEFUR YFIR AÐ
RÁÐA TIL AÐ MÓTA MANNINN AÐ VILD SINNI.
Áhöldin eru: HIÐ LIFANDI ORÐ, SPRIKL, MUSIK.“
Nú þykir mér týra! Að leikfimin sé sjálft mannvitið og
að orðin, sem við tölum, sprikl og musik séu áhöld! Það
yfirgengur skilning minn, og þekki ég þó bæði hamra og
sleggjur, sagir og hefla og annað af því tagi.
Leikfimin er fyrst og fremst sjálft starfandi mannvitið.
Þitt vit og mitt og allra annarra manna er hluti af mönn-