Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 17
MENNTAMAL 143 SIGURJÓN BJÖRNSSON: Sállækning barna. 1. Inngcmgur. Tilgangur þessa greinarkorns er að gefa íslenzkum les- endum nokkra innsýn í eðli þeirrar greinar hagnýtrar sálarfræði, sem nefnd hefur verið á íslenzku sállækning (psychotherapy). Af ýmsum ástæðum verður þetta yfirlit þó harla takmarkað. Efnið er viðamikið, og því verða vart gerð góð skil nema með löngum fræðilegum útskýringum. I stuttri tímaritsgrein er aðeins unnt að drepa á margt, sem full þörf væri á að ræða ýtarlega. Höfundur hefur ennfremur stutta og takmarkaða reynslu af sállækning- um barna, og tel ég rétt að geta þess í hverju hún er fólg- in. Ég hef unnið á sállækningastofnun í Kaupmannahöfn frá því 1. sept. 1955 (Universitetets Börnepsykologiske Klinik, Gammel Kongevej 10. Klinikchef: Bodil Farup, cand. psyk.). Sú stofnun tekur árlega við 5—6 sálfræð- ingum, sem æskja þjálfunar í sállækningum barna. Hefi ég frá því í haust annazt lækningu nokkurra barna og átt viðtöl við foreldra undir umsjón hins fasta starfsliðs stofn- unarinnar. Auk þess hef ég átt þess kost að fylgjast með starfsaðferðum hinna fastráðnu sálfræðinga og fræðast um sjónarmið þeirra. Það, sem hér fer á eftir, er því nær eingöngu byggt á þessari mjög svo takmörkuðu reynslu, þar eð ég hef enn ekki átt þess kost að fræðast um starfs- hætti annarra sállækningastofnana öðru vísi en af bókum. Segja má, að sállækningar (einkum þó fyrir fullorðna) hafi verið stundaðar frá örófi vetra, sé orðið notað í rúm- um skilningi. Drever’s Dictionary of Psychology skýr- greinir það þannig: „Psychotherapy: The treatment of dis- orders by psychological methods." Hugtakið er því mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.