Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 68
194
MENNTAMÁL
verða veigamikill þáttur skólastarfsins eftir endurskoðun
skólamálanna. Enn hefur þessu lítið verið sinnt, en árið
1955 kom fram nefndarálit, sem ætti að vera hægt að leggja
fyrir þingið á þessu ári. Samkvæmt því skal menntun skóla-
sálfræðinga bætt, sálar- og uppeldisfræðideildir háskólanna
endurskipulagðar, og ennfremur er tillaga um stofnun
uppeldisfræðilegs tilraunaráðs með allrúmum fjárhag til
starfs.
Mikill og vaxandi skortur er á skólahúsnæði. Hin nýja
námskrá gerir ráð fyrir fjölbreyttri verknámskennslu, en
slík kennsla þarf mikið húsrými.
Eins og annars staðar eru framlög til fræðslumála geysi-
stór útgjaldaliður, bæði hjá sveit og ríki. Nokkur fjár-
upphæð hefur verið veitt til að rannsaka, hvort ekki megi
að skaðlausu spara þar eitthvað.
Danmörk.
Unnið er áfram að breytingu á skólalöggjöfinni. Mennta-
málaráðherra lagði- fyrir þingið frumvarp sitt um endur-
skipulagningu skólakerfisins, og samtímis komu fram 2
aðrar tillögur, Askov-frumvarpið og frumvarp vinstri
flokksins.
Barnaskólinn er nú 5 ár, og tekur þá við 4 ára miðskóli,
sem skipt hefur verið frá 1937 í próflausan skóla og próf-
skóla. Skólaskylda er 7 ár. Þetta fyrirkomulag hefur reynzt
gallað. Próflausi skólinn hefur verið lítilsvirtur af foreldr-
um og framkvæmd hans verið misjöfn. Mörg börn, sem
byrja í prófskólanum ljúka honum ekki og fá því ekki það
yfirlit yfir námið, sem lokastigið veitir.
Öll frumvörpin reyna að ráða bót á þessum vandkvæð-
um. Askov-frumvarpið gerir ráð fyrir 7 ára óskiptum
barnaskóla og síðan 3 ára gagnfræðaskóla eða 5 ára
menntaskóla. Frumvarp vinstri flokksins er um 6 ára
barnaskóla en frumvarp ráðherrans er um 5 ára barna-
skóla og 3 ára miðskóla í allmörgum deildum. Úr bóknáms-