Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 49

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 49
MENNTAMÁL 175 um, en þar verður að gæta hófs og eins eru takmörk fvrir því, hve langt skuli gengið á braut hinna einstöku íþrótta. Spil, töfl og dans eru ágætar íþróttir og nauðsynlegar sið- menntuðu fólki nú á tímum. Æskilegt er, að þær séu kenndar í barna- eða unglingaskólum, á ég þar einkum við að kenna bæri mannganginn í tafli, spilareglurnar í bridge sporin í algengum dönsum svo og háttvísi í dansinum. Engin þörf er á að kennslan nái lengra í þessum íþróttum, en sérstaka rækt skyldi leggja við að kenna unglingum að greina í milli mannskemmandi fjárhættuspila og þeirra sem efla hæfileika manna, og svo síðast, en ekki sízt að vara unglingana við að gerast spilafífl, dansfífl eða íþróttafífl á öðrum sviðum. Með þessu, sem ég hef þegar sagt, vona ég, að þú hafir þegar fengið þær skýringar, sem þér ætti að nægja í bráð. Af þeim ættir þú að geta markað þér stefnuna og siglt þinn eigin sjó. En það er ekki nægilegt að þekkja á átta- vitann og „stjórn og bak“, ef færa á skip úr brotsjóum og hafvillum farsællega í höfn. Til þess þarf meira. Til þess þarf að kunna sjómannafræðina, vita hvar hætturnar eru og kunna að forðast þær. Hjá oss hefur vélin verið knúin, en fræðimennskan orð- ið útundan, eða hví hafa reyndir skólamenn og læknar svo lítið gert að því að túlka þessi efni. Svo kappsamlega er nú kynt undir í blöðum og útvarpi fyrir metum í íþrótt- um, að ráðlegt mundi vera að hafa björgunarbátana í góðu lagi, ef ske kynni að gufubátnum kynni að verða siglt upp á ströndina. Tel ég illa horfa fyrir þjóð vorri, ef ætlazt er til, að íþróttir, spil og tafl verði aðalatvinnuveg- irnir og knattspyrnudómarnir bókmenntaafrekin. Og svo að síðustu, áður en öllu er lokið, bið ég þig að skila kærri kveðju frá mér til gömlu góðu nemendanna minna, sem þú kannt að hitta, og biðja þá að gæta þess, að þeir og þeirra börn og barnabörn týni ekki vitinu, og ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.