Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 49

Menntamál - 01.12.1956, Side 49
MENNTAMÁL 175 um, en þar verður að gæta hófs og eins eru takmörk fvrir því, hve langt skuli gengið á braut hinna einstöku íþrótta. Spil, töfl og dans eru ágætar íþróttir og nauðsynlegar sið- menntuðu fólki nú á tímum. Æskilegt er, að þær séu kenndar í barna- eða unglingaskólum, á ég þar einkum við að kenna bæri mannganginn í tafli, spilareglurnar í bridge sporin í algengum dönsum svo og háttvísi í dansinum. Engin þörf er á að kennslan nái lengra í þessum íþróttum, en sérstaka rækt skyldi leggja við að kenna unglingum að greina í milli mannskemmandi fjárhættuspila og þeirra sem efla hæfileika manna, og svo síðast, en ekki sízt að vara unglingana við að gerast spilafífl, dansfífl eða íþróttafífl á öðrum sviðum. Með þessu, sem ég hef þegar sagt, vona ég, að þú hafir þegar fengið þær skýringar, sem þér ætti að nægja í bráð. Af þeim ættir þú að geta markað þér stefnuna og siglt þinn eigin sjó. En það er ekki nægilegt að þekkja á átta- vitann og „stjórn og bak“, ef færa á skip úr brotsjóum og hafvillum farsællega í höfn. Til þess þarf meira. Til þess þarf að kunna sjómannafræðina, vita hvar hætturnar eru og kunna að forðast þær. Hjá oss hefur vélin verið knúin, en fræðimennskan orð- ið útundan, eða hví hafa reyndir skólamenn og læknar svo lítið gert að því að túlka þessi efni. Svo kappsamlega er nú kynt undir í blöðum og útvarpi fyrir metum í íþrótt- um, að ráðlegt mundi vera að hafa björgunarbátana í góðu lagi, ef ske kynni að gufubátnum kynni að verða siglt upp á ströndina. Tel ég illa horfa fyrir þjóð vorri, ef ætlazt er til, að íþróttir, spil og tafl verði aðalatvinnuveg- irnir og knattspyrnudómarnir bókmenntaafrekin. Og svo að síðustu, áður en öllu er lokið, bið ég þig að skila kærri kveðju frá mér til gömlu góðu nemendanna minna, sem þú kannt að hitta, og biðja þá að gæta þess, að þeir og þeirra börn og barnabörn týni ekki vitinu, og ef

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.