Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 35
MENNTAMÁL
161
um, ekki sízt í Noregi, og njóta sívaxandi fylgis. Eins og
ég drap á fyrr, hvetur námsskrá Norðmanna alla kennara
til breyttra starfshátta, kennaraskóli Oslóborgar leiðbein-
ir kennaraefnum markvisst samkvæmt hinni frjálsu skóla-
stefnu. Fundur norskra námsstjóra og skólastjóra, sem
ég sat í tvo daga, hafði hið frjálsa skólastarf sem aðal-
mál. Og í aðalræðum, sem fluttar voru við opnun 16. nor-
ræna kennaramótsins í Osló sumarið 1953, kom glöggt
fram sú skoðun, að það væru hin frjálsu, lífrænu skóla-
störf, sem bezt væru fallin til þess að þroska persónuleika
nemendanna og legðu traustan grunn þess uppeldis, sem
góðir þegnar í lýðræðisþjóðfélagi þyrftu að hljóta.
Ég skynja því hina frjálsu skólastefnu sem kall lcom-
andi tíma, — kall, sem við verðum að leggja eyru að, ef
við viljum fylgjast með samtíð okkar, — og ekki staðna í
gömlum, úreltum formum.
Ef við skyldum verða sammála um, að æskilegt væri, að
við, íslenzkir barna- og unglingaskólakennarar, stefndum
markvisst á næstu árum að aukinni starfrænni kennslu í
skólum okkar, bæði í bundnu formi og frjálsu, hvað væri
þá vænlegast að gera til þess að ná því marki? Þeirri
spurningu ætla ég að leyfa mér að svara með nokkrum
orðum að lokum, þó að það svar hljóti að sjálfsögðu að
verða ófullkomið, — aðeins fáar bendingar.
Við skulum fyrst gera okkur fullkomlega ljóst, að stefnu-
breyting í starfsháttum á hvaða sviði sem er, hvað þá
algjör stefnubreyting í starfsháttum, eins og hér er á
margan hátt um að ræða, kemur hvorki sjálfkrafa né fyr-
irhafnarlaust. Hún tekur jafnan töluverðan tíma og bygg-
ist á kynningu, byggist á því, að menn öðlist jákvætt við-
horf til hennar. Orðið kynning, eða öllu fremur fræðsla,
kemur því fyrst fram í huga minn í þessu sambandi. Fyrsta
atriðið er að fræða kennarana um hin nýju vinnubrögð,
— freista þess að vinna hug þeirra, svo að þeir fáist til
að beita þeim í starfi sínu. Þetta þarf að gerast víða í senn: