Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 30

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 30
156 MENNTAMÁL neitt sérstaklega undir þau. Hef ég einnig mjög líka sögu að segja af minni eigin reynslu frá Húsavík. í lok þessa þáttar máls míns væri ef til vill ekki úr vegi að draga aftur saman nokkur megineinkenni þessarar starfsaðferðar: 1. Grundvallarsjónarmiðið er, að hvert barn sé sjálf- stæður einstaklingur, með sínu sérstæða eðli og eiginleik- um. Af þeim ástæðum beri að þroska persónuleika hvers nemanda sem allra mest í samræmi við eigið upplag, hæfni og hraða. 2. Með frjálsu vali verkefna og sjálfstæðu persónulegu starfi, undir handleiðslu góðra kennara, tendrast áhugi, sem knýr til dáða og djarfra átaka í náminu. I samvinnu hvert við annað, — í flokkavinnu, — læra börnin hina mjög svo nauðsynlegu, en erfiðu list samstarfsins. Þau læra að skilja furðu fljótt, að það er í þágu þeirra sjálfra að góð regla sé á öllu í bekknum, að enginn trufli starfs- friðinn, og ná því fljótt, við allar eðlilegar aðstæður, fág- aðri framkomu. 3. Með því að vinna þannig sjálfstætt, samkvæmt eigin hæfni og hraða, og koma síðan fram á sjálfstæðan og ábyrgan hátt, þegar erindi eru flutt, þroskast skyldutil- finning þeirra mjög og persónuleiki þeirra yfirleitt. Gagn- rýni bekkjarins, sem oft er mikil, eftir að erindin hafa verð flutt, á líka sinn þátt í því að glæða skyldu- og ábyrgð- artilfinningu þeirra. Mistakist einhverjum, vilja þeir ógjarna brenna sig á því aftur og hugsa sem svo: Þetta skal ekki koma fyrir oftar. í næsta skipti skal ég gera betur. Allir kennarar sjá strax, hvílíkur reginmunur er á þessu lífræna, persónulega starfi og hinu einræðislega, ófrjóa lexíuskólastagli. Börnin finna líka fljótt muninn og kjósa einróma hið frjálsa starf. Hér hafa þegar birzt rök sumra. Ég kem hér með ummæli eins að lokum: „Þegar maður fær að velja verkefnið sjálfur, fær maður miklu meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.