Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 30

Menntamál - 01.12.1956, Page 30
156 MENNTAMÁL neitt sérstaklega undir þau. Hef ég einnig mjög líka sögu að segja af minni eigin reynslu frá Húsavík. í lok þessa þáttar máls míns væri ef til vill ekki úr vegi að draga aftur saman nokkur megineinkenni þessarar starfsaðferðar: 1. Grundvallarsjónarmiðið er, að hvert barn sé sjálf- stæður einstaklingur, með sínu sérstæða eðli og eiginleik- um. Af þeim ástæðum beri að þroska persónuleika hvers nemanda sem allra mest í samræmi við eigið upplag, hæfni og hraða. 2. Með frjálsu vali verkefna og sjálfstæðu persónulegu starfi, undir handleiðslu góðra kennara, tendrast áhugi, sem knýr til dáða og djarfra átaka í náminu. I samvinnu hvert við annað, — í flokkavinnu, — læra börnin hina mjög svo nauðsynlegu, en erfiðu list samstarfsins. Þau læra að skilja furðu fljótt, að það er í þágu þeirra sjálfra að góð regla sé á öllu í bekknum, að enginn trufli starfs- friðinn, og ná því fljótt, við allar eðlilegar aðstæður, fág- aðri framkomu. 3. Með því að vinna þannig sjálfstætt, samkvæmt eigin hæfni og hraða, og koma síðan fram á sjálfstæðan og ábyrgan hátt, þegar erindi eru flutt, þroskast skyldutil- finning þeirra mjög og persónuleiki þeirra yfirleitt. Gagn- rýni bekkjarins, sem oft er mikil, eftir að erindin hafa verð flutt, á líka sinn þátt í því að glæða skyldu- og ábyrgð- artilfinningu þeirra. Mistakist einhverjum, vilja þeir ógjarna brenna sig á því aftur og hugsa sem svo: Þetta skal ekki koma fyrir oftar. í næsta skipti skal ég gera betur. Allir kennarar sjá strax, hvílíkur reginmunur er á þessu lífræna, persónulega starfi og hinu einræðislega, ófrjóa lexíuskólastagli. Börnin finna líka fljótt muninn og kjósa einróma hið frjálsa starf. Hér hafa þegar birzt rök sumra. Ég kem hér með ummæli eins að lokum: „Þegar maður fær að velja verkefnið sjálfur, fær maður miklu meiri

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.