Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 62
188
MBNNTAMÁL
þykja of tímafrek og yfirgripsmikil til þess að þau komi
kennurum að notum í daglegu starfi.
Verkefnið felur m. a. í sér að safna lýsingum kennara á
börnum og samræma orðaval og skilgreiningu á þeim hug-
tökum, er helzt eru notuð við athugun á börnum, og reyna
síðan að gera eyðublað, er yrði bæði tiltölulega fljótlegt
og öruggt í notkun og kæmi að sem beztum notum í dag-
legu kennslustarfi.
4. Rannsóknir á þýðingu leturstærðar, orða- og línubila
o. þ. h. fyrir börn vieð lestrarörðugleika.
Miklar rannsóknir hafa verið gerðar í þessum efnum á
æfðum lesendum, en ýmislegt virðist benda til þess, að
önnur lögmál gildi um treglæs börn, einkum hvað öll bil í
ritmáli snertir.
5. Samanburður á námsárangri barna í lesbekkjum og
þeirra, sem fá sérkennslu í aukatímum vegna lestrarörð-
ugleika.
Börn, sem geta ekki fylgzt með sambekkingum sínum
í lestri og þurfa ekki á sérkennslu að halda vegna greind-
arskorts eru ýmist sett í sérstaka lesbekki í 1—2 ár og
koma þá ekki í sinn upphaflega bekk fyrr en að þeim
tíma liðnum, eða þau eru kyrr í sínum bekk og fá sér-
kennslu í lestri í aukatímum, eftir því sem þörf krefur.
Aðferðir þessar hafa verið notaðar hlið við hlið, en æski-
legt þykir að kanna til hlítar kosti og galla hvorrar að-
ferðar.
6. Leit að hentugum aðferðum til að finna tilfinninga-
lega aðlögun barna að ákveðnum hópi.
Með rannsóknum þessum, er taka munu mjög langan
tíma, er ætlunin að reyna að rannsaka m. a. ,,hið félags-
lega andrúmsloft“ í barnahópi, þ. á m. hvaða reglur gildi í
vali barna á vinum og félögum og hvaða áhrif andlegur,