Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 48
174
MENNTAMAL
meira eftir af viti en nægir til þess að krafsa saman aura
fyrir brennivínsflösku eða sígarettupakka.
Hinir gömlu grísku spekingar skildu málefni þessi
svo vel, að þeir lögðu grundvöllinn að fræðunum með
setningunni: Heilbrigð sál í hraustum líkama. Sá grund-
völlur var svo traustur, að hann stendur óhaggaður
enn í dag, og upp af þeim grunni risu „gymnasíin“ eða
menntaskólarnir og aðrar vísindastofnanir, fram af þeim
og upp af honum kviknaði Olympíueldurinn. Hvort tveggja
á sinn tilverurétt í mannheimi, Olympíueldurinn og skól-
arnir. En hann er hættulegur eins og annar eldur og get-
ur valdið stórfelldum eyðileggingum, og má því segja, að
hann sé tákn spilamennskunnar í lífsins skóla. Skólarnir
og Olympíueldurinn eiga því ekki samleið nema að mjög
litlu leyti og mundi reynast affarasælast að halda honum
algerlega utan dyra skólanna. Grikkjum reyndist hann illa.
Hann átti sinn þátt í því að leggja hina glæsilegu menn-
ingu þeirra í rústir. Síðan hefur nokkrum sinnum verið
reynt að lífga hann við, en hann kulnað út án þess að
hafa komið nokkru góðu til leiðar.
Grundvallarsetningu Grikkjanna var hampað hér á
landi á fyrstu árum ungmennafélaganna, jöfnum höndum
til þess að vekja áhuga fyrir líkamsmenningu, leikfimi og
garpskap í íþróttum. Nú er alveg hætt að minnast á setn-
inguna og það jafnvel talið niðrandi að renna huganum
til líkams- og sálarþroska, heldur er einungis horft til
metanna 1 íþróttunum.
Margar íþróttir og leikir eru það hnossgæti, sem flest-
ir heilbrigðir unglingar sækjast eftir, en úr daglega líf-
inu er það kunnugt, að ekki er ætíð hollt að velja stöðugt
þá rétti á borðum, sem gómsætastir eru eða ota sælgæti
að börnunum. Það getur orðið til þess að þau tapi lystinni
eða fái skömm í magann.
Um margar íþróttir er að velja, sem nauðsyn er að
nema, og eðlilegt að nokkurt kapp sé í leikjum og íþrótt-