Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 6
132
MENNTAMÁL
skipti. Raunar verður að hafa eftirlit með bréfaskiptun-
um, eins og líka heimsóknum foreldranna.
Merkilegt þótti mér þó einkum það atriði, að margir
forstöðumenn stofnana, sérstaklega Frakkar, Belgir og
Hollendingar, lögðu ríka áherzlu á, að nauðsynlegt væri,
að barn, sem dvelst í stofnun, fái sumarfrí eins og önnur
börn. Ef þess er nokkur kostur, dvelst barnið þá hjá for-
eldrum sínum eða öðrum skyldmennum. Ef ekki þykir
forsvaranlegt að barnið dveljist hjá foreldrum sínum eða
það er munaðarlaust, eru myndaðir útileguhópar, með líku
sniði og farfuglar og skátar gera eða barninu komið fyr-
ir á einkaheimili. Venjulega stendur þetta sumarleyfi 1
þrjár vikur. Töldu allir uppalendur, sem reynt höfðu, þetta
alveg nauðsynlegan þátt í starfsemi hvers heimilis. Börn-
in og unglingarnir verða sem ný, ánægðari með allt, finnst
að þau séu eins og önnur börn. Við skulum hér minnast þess,
að dvöl í öllum heimavistarstofnunum og skólum yrði flest-
um venjulegum unglingum ofraun, ef þeir fengju ekkert-
sumarleyfi og gætu aldrei verið með fjölskyldu sinni eða
ættingjum. Og fyrst svo fer um hið græna tréð, hvernig
mun þá fara um hið visnaða? Er raunar undarlegt, að for-
stöðumenn stofnana skuli ekki fyrir löngu hafa hætt á að
gera þessa tilraun. Auk þess fá börnin styttri leyfi til að
vera með fjölskyldu sinni, t. d. á hátíðum, ef þau og for-
eldrarnir æskja þess.
Munaðarlaus börn, sem hvorki eiga foreldra né ættingja,
sem geta eitthvað sinnt þeim, eru langverst á vegi stödd.
Þau visna oft upp, og sú hætta vofir yfir, að þau bindist
engum manni vináttuböndum. Síðar verða þau ófélags-
legir og andfélagslegir einstaklingar. Og flestir voru þarna
þeirrar skoðunar, að forðast beri, eftir því sem unnt er,
að hafa munaðarlaus börn í stofnunum, heldur að kapp-
kosta að vista þau á einkaheimilum. Af þessu má ráða,
að öll sú vinna og fyrirhöfn, sem sum uppeldisheimili
verja nú til þess að fá foreldrana til samstarfs við sig, er