Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 54

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 54
180 MENNTAMÁL sonar blásin nýju lífi á veggjum skólans s. 1. vetur. Skól- inn er flóðlýstur utan og ljósum breytt í stofum. 1 einni þeirra er öltunna á stokkum, annarri varðeldur, þar sem menn iðka söng o. s. frv. Að skemmtiatriðum loknum er stiginn dans fram undir morgun. Aðaldansleikur er önnur stórhátíð á vegum dansnefnd- ar og jafnan haldinn í apríl. Leikstarfsemi innan skólans var snemma hafin í Skál- holtsskóla og henni síðan haldið áfram á Hólavöllum, er skólinn fluttist þangað. Meðan skólinn var á Bessastöð- um lagðist hún niður, en var aftur upp tekin, er skólinn kom til Reykjavíkur árið 1846 og hefur verið haldið áfram nær óslitið síðan. Leiknefnd velur leikrit og leikendur, sem leika á Herra- nótt skólans. Er starf hennar og leikenda mikið og erfitt, en launin ríkuleg, ef vel tekst til. 1 vetur sýndu menntl- ingar gamanleikinn „Uppskafninginn“ eftir Moliére. Hlaut leikurinn ágæta dóma og mikla aðsókn. Bókanefnd hefur umsjón með bókasafni nemenda, íþöku, og annast öll kaup á bókum til safnsins. Er þar margt góðra bóka, sem nemendur geta fengið að láni og lesið í frítímum. Þegar skólinn var á Bessastöðum, áttu skólapiltar bát, sem þeir notuðu til flutnings yfir fjörðinn. Síðar var bát- urinn seldur, en andvirði hans lagt í sjóð, sem nefndur var Brædrasjóður, og eru veittir styrkir úr honum til nem- enda. Síðan hefur sjóðurinn aukizt við framlög góðra manna. Árið 1948 gaf nemendasamband skólans mikið fé, og var með því stofnuð deild innan Bræðrasjóðs, sem nefnist Aldarafmælissjóður. Á hverju ári er kosin Bræðrasjóðsnefnd meðal nemenda, gerir hún tillögur um styrkveitingar. í ár voru tæpar 22000 krónur veittar þurf- andi nemendum. Auk þessa styrks fá margir nemendur náms- og húsaleigustyrk, sem úthlutað er af yfirvöldum skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.