Menntamál - 01.12.1956, Síða 54
180
MENNTAMÁL
sonar blásin nýju lífi á veggjum skólans s. 1. vetur. Skól-
inn er flóðlýstur utan og ljósum breytt í stofum. 1 einni
þeirra er öltunna á stokkum, annarri varðeldur, þar sem
menn iðka söng o. s. frv. Að skemmtiatriðum loknum
er stiginn dans fram undir morgun.
Aðaldansleikur er önnur stórhátíð á vegum dansnefnd-
ar og jafnan haldinn í apríl.
Leikstarfsemi innan skólans var snemma hafin í Skál-
holtsskóla og henni síðan haldið áfram á Hólavöllum, er
skólinn fluttist þangað. Meðan skólinn var á Bessastöð-
um lagðist hún niður, en var aftur upp tekin, er skólinn
kom til Reykjavíkur árið 1846 og hefur verið haldið
áfram nær óslitið síðan.
Leiknefnd velur leikrit og leikendur, sem leika á Herra-
nótt skólans. Er starf hennar og leikenda mikið og erfitt,
en launin ríkuleg, ef vel tekst til. 1 vetur sýndu menntl-
ingar gamanleikinn „Uppskafninginn“ eftir Moliére.
Hlaut leikurinn ágæta dóma og mikla aðsókn.
Bókanefnd hefur umsjón með bókasafni nemenda,
íþöku, og annast öll kaup á bókum til safnsins. Er þar
margt góðra bóka, sem nemendur geta fengið að láni og
lesið í frítímum.
Þegar skólinn var á Bessastöðum, áttu skólapiltar bát,
sem þeir notuðu til flutnings yfir fjörðinn. Síðar var bát-
urinn seldur, en andvirði hans lagt í sjóð, sem nefndur
var Brædrasjóður, og eru veittir styrkir úr honum til nem-
enda. Síðan hefur sjóðurinn aukizt við framlög góðra
manna. Árið 1948 gaf nemendasamband skólans mikið
fé, og var með því stofnuð deild innan Bræðrasjóðs, sem
nefnist Aldarafmælissjóður. Á hverju ári er kosin
Bræðrasjóðsnefnd meðal nemenda, gerir hún tillögur um
styrkveitingar. í ár voru tæpar 22000 krónur veittar þurf-
andi nemendum. Auk þessa styrks fá margir nemendur
náms- og húsaleigustyrk, sem úthlutað er af yfirvöldum
skólans.