Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 46

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 46
172 MENNTAMÁL „Hafið þið munninn alltaf vel fullan og verið fljótir að tyggja. Þetta gefur betri árangur, eins og það er gang- drýgra að ganga með löngum skrefum.“ íþróttirnar eru svo margar, að þær eru fleiri en eyj- arnar á Breiðafirði, svo að allt hjal um íþróttafræði og íþróttaakademiu er óvita hjal, því að hver íþrótt hefur sín sérstöku fræði og þarfnast sinna sérstöku starfsskil- yrða, svo að ekki mundi veita af öllum jarðarhnettinum og næsta nágrenni sem lóð undir slíka stofnun. Og hér við má bæta, að enginn sérstakur hópur manna hefur rétt til þess að skreyta sig með heitinu íþróttamenn. Allir menn, sem eta mat knálega, geta þá borið það heiti, eins og sjá má af dæminu hér að framan um viðureign Loka og Loga þótt þeir séu misjafnlega búnir góðum íþróttum. Þá, sem skara fram úr og sækjast eftir virðingarheiti í íþróttum, mætti nefna íþróttakappa eða blátt áfram garpa. Aftur á móti er ekkert athugavert við að tala um íþróttamann- virki, íþróttamót og jafnvel íþróttaskóla, þótt óneitanlega væri réttara að tala um, glímuskóla, sundskóla, hlaupa- skóla, skíðaskóla o. s. frv. ,,En að kalla íþróttakennara þá, sem sérstaklega er ætl- að að kenna leikfimi og þann íþróttafulltrúa, sem á að hafa á hendi umsjón með leikfiminni í skólunum,“ greip nemandinn fram í. Þar greipstu á kýlinu, því að með slíkri nafngift má telja, að mannvitinu sé sýnd fyllsta lítilsvirðing og jafn- vel gerð tilraun til að leggja það alveg á hilluna. Fyrsta grein íþróttalaganna frá 1940 er þannig: „1 lögum þessum merkja íþróttir hverskonar líkams- æfingar, er stefna að því að auka heilbrigði manna og hreysti, líkamsfegurð, vinnuþrek og táp.“ Hér er leikfimihugtakið falið undir orðinu íþróttir, og því orði er upp frá þessu ætlað að merkja heilsusamlegar líkamsæfingar. Það er bjarnargreiði við íslenzka menn- ingu að breyta svo rótgrónu, skýru og fögru hugtaki, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.