Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 84

Menntamál - 01.12.1956, Blaðsíða 84
210 MENNTAMÁL umhyggju fyrir æskulýð landsins að veita máli þessu allan þann stuðning, sem auðið er. 2. A) Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða samþykkir að beina þeim tilmælum til fræðslumálastjórnarinnar, að hún hlutist til um að Kennaraskóli íslands leggi meiri rækt við það en verið hefur að búa nemendur sína undir kennslustörf í söng, svo að skólarnir reyn- ist þess fullkomlega megnugir að gegna hlutverki sínu á því sviði sem öðrum. B) Fundurinn telur, að nám fagurra íslenzkra ljóða og sígildra sönglaga sé árangursríkasta leiðin til að vinna gegn og kveða niður ómenningu þá, sem stafar af auvirðilegum og ómerkilegum dægur- liigum og dægurlagatextum, sem flestir eru af erlendum rótum runnir. Sökum þess telur fundurinn það aðkallandi menningarlega nauð- syn, að meiri alúð og rækt sé lögð við söngkennslu í barna- og ung- lingaskólum landsins og því fé sé vel varið, sem til þess er veitt. 3. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir yfir, að hann er því eindregið fylgjandi, að Ríkisútgáfu námshóka verði falið að hafa á hendi verzlun með öll þau kennslutæki, sem nauðsynleg eru talin hverju sinni fyrir skólaskyldustigið. Jafnframt sé séð um það, að öll slík kennslutæki séu seld á sem hóflegustu verði. 4. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða beinir þeim tilmælum lil Ríkisútgáfu námsbóka og fræðslumálastjórnarinnar, að hún sjái um, að út verði gefnar sem fyrst myndir til starfrænnar kennslu í öllum les- greinum barnaskólastigsins. Jafnframt beinir fundurinn því til hór- leifs Bjarnasonar námsstjóra, að hann leggi áherzlu á að fá gefnar út myndir þær, sem Gunnlaugur Sveinsson kennari á Flateyri hefur gert til notkunar í íslandssögukennslu. Fundurinn telur nauðsynlegt, að prenta eða fjölrita myndirnar á vinnubókarblöð, svo að kennarar geti hagnýtt sér þær á auðveldan og aðgengilegan hátt í starfinu. Auk þess verði upplagið liaft svo stórt, að hverju barni sé mögulegt að eignast þær. 5. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir því yfir, að hann for- dæmir harðlega útkomu þeirra glæparita og sorprita, sem svo mjög hefur borið á að undanförnu og stöðugt er að fjölga. Jafnframt bend- ir fundurinn á, að fjölmargir menningarfrömuðir hafa sýnt fram á, að j>au hefðu siðspillandi áhrif á æsku landsins. Fundurinn beinir því þeim tilmælum til forsvarsmanna þjóðar- innar og löggjafarvaldsins, að gerð sé tafarlaust gangskör að því að stöðva útkomu slíkra rita. í stjórn félagsins voru kjörnir: Guðni Jónsson, ísafirði, formaður. Kristján Jónsson, Hnífsdal, gjaldkeri. Guðmundur Tngi Kristjánsson, Mosvallahreppi, ritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.