Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Page 84

Menntamál - 01.12.1956, Page 84
210 MENNTAMÁL umhyggju fyrir æskulýð landsins að veita máli þessu allan þann stuðning, sem auðið er. 2. A) Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða samþykkir að beina þeim tilmælum til fræðslumálastjórnarinnar, að hún hlutist til um að Kennaraskóli íslands leggi meiri rækt við það en verið hefur að búa nemendur sína undir kennslustörf í söng, svo að skólarnir reyn- ist þess fullkomlega megnugir að gegna hlutverki sínu á því sviði sem öðrum. B) Fundurinn telur, að nám fagurra íslenzkra ljóða og sígildra sönglaga sé árangursríkasta leiðin til að vinna gegn og kveða niður ómenningu þá, sem stafar af auvirðilegum og ómerkilegum dægur- liigum og dægurlagatextum, sem flestir eru af erlendum rótum runnir. Sökum þess telur fundurinn það aðkallandi menningarlega nauð- syn, að meiri alúð og rækt sé lögð við söngkennslu í barna- og ung- lingaskólum landsins og því fé sé vel varið, sem til þess er veitt. 3. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir yfir, að hann er því eindregið fylgjandi, að Ríkisútgáfu námshóka verði falið að hafa á hendi verzlun með öll þau kennslutæki, sem nauðsynleg eru talin hverju sinni fyrir skólaskyldustigið. Jafnframt sé séð um það, að öll slík kennslutæki séu seld á sem hóflegustu verði. 4. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða beinir þeim tilmælum lil Ríkisútgáfu námsbóka og fræðslumálastjórnarinnar, að hún sjái um, að út verði gefnar sem fyrst myndir til starfrænnar kennslu í öllum les- greinum barnaskólastigsins. Jafnframt beinir fundurinn því til hór- leifs Bjarnasonar námsstjóra, að hann leggi áherzlu á að fá gefnar út myndir þær, sem Gunnlaugur Sveinsson kennari á Flateyri hefur gert til notkunar í íslandssögukennslu. Fundurinn telur nauðsynlegt, að prenta eða fjölrita myndirnar á vinnubókarblöð, svo að kennarar geti hagnýtt sér þær á auðveldan og aðgengilegan hátt í starfinu. Auk þess verði upplagið liaft svo stórt, að hverju barni sé mögulegt að eignast þær. 5. Aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða lýsir því yfir, að hann for- dæmir harðlega útkomu þeirra glæparita og sorprita, sem svo mjög hefur borið á að undanförnu og stöðugt er að fjölga. Jafnframt bend- ir fundurinn á, að fjölmargir menningarfrömuðir hafa sýnt fram á, að j>au hefðu siðspillandi áhrif á æsku landsins. Fundurinn beinir því þeim tilmælum til forsvarsmanna þjóðar- innar og löggjafarvaldsins, að gerð sé tafarlaust gangskör að því að stöðva útkomu slíkra rita. í stjórn félagsins voru kjörnir: Guðni Jónsson, ísafirði, formaður. Kristján Jónsson, Hnífsdal, gjaldkeri. Guðmundur Tngi Kristjánsson, Mosvallahreppi, ritari.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.