Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 46

Menntamál - 01.12.1956, Side 46
172 MENNTAMÁL „Hafið þið munninn alltaf vel fullan og verið fljótir að tyggja. Þetta gefur betri árangur, eins og það er gang- drýgra að ganga með löngum skrefum.“ íþróttirnar eru svo margar, að þær eru fleiri en eyj- arnar á Breiðafirði, svo að allt hjal um íþróttafræði og íþróttaakademiu er óvita hjal, því að hver íþrótt hefur sín sérstöku fræði og þarfnast sinna sérstöku starfsskil- yrða, svo að ekki mundi veita af öllum jarðarhnettinum og næsta nágrenni sem lóð undir slíka stofnun. Og hér við má bæta, að enginn sérstakur hópur manna hefur rétt til þess að skreyta sig með heitinu íþróttamenn. Allir menn, sem eta mat knálega, geta þá borið það heiti, eins og sjá má af dæminu hér að framan um viðureign Loka og Loga þótt þeir séu misjafnlega búnir góðum íþróttum. Þá, sem skara fram úr og sækjast eftir virðingarheiti í íþróttum, mætti nefna íþróttakappa eða blátt áfram garpa. Aftur á móti er ekkert athugavert við að tala um íþróttamann- virki, íþróttamót og jafnvel íþróttaskóla, þótt óneitanlega væri réttara að tala um, glímuskóla, sundskóla, hlaupa- skóla, skíðaskóla o. s. frv. ,,En að kalla íþróttakennara þá, sem sérstaklega er ætl- að að kenna leikfimi og þann íþróttafulltrúa, sem á að hafa á hendi umsjón með leikfiminni í skólunum,“ greip nemandinn fram í. Þar greipstu á kýlinu, því að með slíkri nafngift má telja, að mannvitinu sé sýnd fyllsta lítilsvirðing og jafn- vel gerð tilraun til að leggja það alveg á hilluna. Fyrsta grein íþróttalaganna frá 1940 er þannig: „1 lögum þessum merkja íþróttir hverskonar líkams- æfingar, er stefna að því að auka heilbrigði manna og hreysti, líkamsfegurð, vinnuþrek og táp.“ Hér er leikfimihugtakið falið undir orðinu íþróttir, og því orði er upp frá þessu ætlað að merkja heilsusamlegar líkamsæfingar. Það er bjarnargreiði við íslenzka menn- ingu að breyta svo rótgrónu, skýru og fögru hugtaki, sem

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.