Menntamál


Menntamál - 01.12.1956, Side 17

Menntamál - 01.12.1956, Side 17
MENNTAMAL 143 SIGURJÓN BJÖRNSSON: Sállækning barna. 1. Inngcmgur. Tilgangur þessa greinarkorns er að gefa íslenzkum les- endum nokkra innsýn í eðli þeirrar greinar hagnýtrar sálarfræði, sem nefnd hefur verið á íslenzku sállækning (psychotherapy). Af ýmsum ástæðum verður þetta yfirlit þó harla takmarkað. Efnið er viðamikið, og því verða vart gerð góð skil nema með löngum fræðilegum útskýringum. I stuttri tímaritsgrein er aðeins unnt að drepa á margt, sem full þörf væri á að ræða ýtarlega. Höfundur hefur ennfremur stutta og takmarkaða reynslu af sállækning- um barna, og tel ég rétt að geta þess í hverju hún er fólg- in. Ég hef unnið á sállækningastofnun í Kaupmannahöfn frá því 1. sept. 1955 (Universitetets Börnepsykologiske Klinik, Gammel Kongevej 10. Klinikchef: Bodil Farup, cand. psyk.). Sú stofnun tekur árlega við 5—6 sálfræð- ingum, sem æskja þjálfunar í sállækningum barna. Hefi ég frá því í haust annazt lækningu nokkurra barna og átt viðtöl við foreldra undir umsjón hins fasta starfsliðs stofn- unarinnar. Auk þess hef ég átt þess kost að fylgjast með starfsaðferðum hinna fastráðnu sálfræðinga og fræðast um sjónarmið þeirra. Það, sem hér fer á eftir, er því nær eingöngu byggt á þessari mjög svo takmörkuðu reynslu, þar eð ég hef enn ekki átt þess kost að fræðast um starfs- hætti annarra sállækningastofnana öðru vísi en af bókum. Segja má, að sállækningar (einkum þó fyrir fullorðna) hafi verið stundaðar frá örófi vetra, sé orðið notað í rúm- um skilningi. Drever’s Dictionary of Psychology skýr- greinir það þannig: „Psychotherapy: The treatment of dis- orders by psychological methods." Hugtakið er því mjög

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.