Menntamál - 01.08.1957, Qupperneq 65
MENNTAMAL
159
tap lap“ eða ,,cap cape tap tape“. Ef draga má hliðstæðu-
ályktun af því yfir á hópa Næslunds sjáum við, að om.-
hópurinn hefur fengið allrækilega þjálfun í hljóðgreiningu
og hljóðan orða þegar á fyrstu kennslumánuðunum. Þá er
langt vikið frá hinni formhreinu om.-aðferð, eins og hún
er boðuð af ýmsum þekktustu formælendum hennar.
Ég vil aðeins geta þess, að í 4 prófum í skriflegri staf-
setningu í 1. bekk sýna hlj.-börnin greinilega yfirburði. I
11 stafsetningarprófum, sem fyrsta-bekkingar þreyttu
alls, ná hlj.-börnin betri árangri í 10, en om.-börnin í einu.
I 2. bekk voru aðeins 3 stafsetningarpróf, öll skrifleg.
Hlj.-börnin ná betri árangri í tveimur, om.-börnin í einu.
Vegna þess hve börnin og prófin eru fá, getur tilviljun
ráðið mestu um niðurstöðuna. Því verða smávegis yfir-
burðir, sem hlj.-hópurinn sýnir í heild úr þessum þremur
prófum, marklitlir.
5. ÁLYKTANIR.
í bókarlok dregur Næslund ályktanir sínar af rann-
sókninni. Flestar þeirra hef ég þegar rakið. Hann hafði
í upphafi bókar sett fram nokkrar ágizkanir um áhrif að-
ferðanna á námsárangur. Eru sumar þeirra þannig vaxn-
ar, að viðlitslaust er að sanna þær eða afsanna á þeim fá-
menna hópi, sem Næslund vinnur með. Á nokkrum telur
hann sig þó hafa fengið staðfestingu. Hann segir:
„Enginn þeirra ágizkana, sem héldu fram yfirburðum
orðmyndaaðferðarinnar, hafa sannazt í rannsókninni.“
„Vér teljum oss hafa komizt að raun um það, að orð-
myndaaðferðin — eins og vér höfum beitt henni — hafi
enga kosti fram yfir hljóðaaðferðina við lestur samfellds
máls. Niðurstaða vor bendir í þveröfuga átt. Ekki sýnir
orðmyndaaðferðin heldur yfirburði að því er snertir skiln-
ing barns á hinu lesna. Niðurstaða vor er í andstöðu við
þau rök, sem einkum amerískir lestrarfræðingar hafa sett
fram og rakin voru í 4. kafla bókarinnar."