Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Page 79

Menntamál - 01.08.1957, Page 79
MENNTAMAL 173 kefli fagurt, er hann hafði sjálfur gert. í norsku minning- arriti stóð síðar, að sú gjöf væri hin merkilegasta kveðja, sem Noregi hefði borizt frá íslandi síðan á landnámstíð. Guðmundur var eldheitur bindindismaður og ágætur templari. Var lengi í stjórn Umdæmisst. Vestfjarða og gæzlumaður barnastúku á ísafirði röskan aldarfjórðung. Þá var hann og virkur þátttakandi í K. F. U. M., esperant- istahreyfingunni, Sögufélagi Isfirðinga, Heimilisiðnaðar- félagi Islands o. fl. Hann var einn af stofnendum Heimilis- iðnaðarfélags íslands og var formaður dómnefndar á heimilisiðnaðarsýningu félagsins 1930. Kirkjumál lét Guðmundur og til sín taka, enda einlæg- ur trúmaður. Var mörg ár í sóknarnefnd á ísafirði og með- hjálpari í ísafjarðarkirkju. Það má sjá af því, sem hér hef ur sagt verið, að Guðmund- ur frá Mosdal kom víða við sögu, enda var hann maður fjölfróður, einkum í sögu þjóðar sinnar, ættvísi og öllu því, er til þjóðfræða má teljast. Hann var ramíslenzkur í hugsun, orði og athöfn, jafnframt var hann hjartahlýr, fórnfús og hjálpsamur, svo að af bar, enda með afbrigðum vinsæll maður og trygglyndur. Hann unni æskulýð ís- lands og vann ævilangt að menningu hans af fádæma elju og tryggð. Guðmundur var ókvæntur, en eignaðist einn son. — Guðmundar hefur víða verið minnzt í blöðum, síðan hann andaðist. Ég vil leyfa mér að endurtaka hér niður- lagsorð í minningargrein Ól. Þ. Kristjánssonar, skóla- stjóra í Hafnarfriði. Ég hygg, að vinir Guðmundar frá Mosdal, er að þessu riti standa, mundu taka undir þau orð: „Hann stóð föstum fótum í fornri menningu þjóðar sinn- ar og vann látlaust að aukinni nútímamenningu hennar. Hann var heill í hugsun, heill í orðum og heill í athöfnum. Það er ekki ísafjarðarbær einn, sem hefur orðið fátæk- ari við fráfall Guðmundar frá Mosdal. Það er þjóðin öll.“ Ingimar Jóhannesson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.