Menntamál - 01.08.1957, Qupperneq 79
MENNTAMAL
173
kefli fagurt, er hann hafði sjálfur gert. í norsku minning-
arriti stóð síðar, að sú gjöf væri hin merkilegasta kveðja,
sem Noregi hefði borizt frá íslandi síðan á landnámstíð.
Guðmundur var eldheitur bindindismaður og ágætur
templari. Var lengi í stjórn Umdæmisst. Vestfjarða og
gæzlumaður barnastúku á ísafirði röskan aldarfjórðung.
Þá var hann og virkur þátttakandi í K. F. U. M., esperant-
istahreyfingunni, Sögufélagi Isfirðinga, Heimilisiðnaðar-
félagi Islands o. fl. Hann var einn af stofnendum Heimilis-
iðnaðarfélags íslands og var formaður dómnefndar á
heimilisiðnaðarsýningu félagsins 1930.
Kirkjumál lét Guðmundur og til sín taka, enda einlæg-
ur trúmaður. Var mörg ár í sóknarnefnd á ísafirði og með-
hjálpari í ísafjarðarkirkju.
Það má sjá af því, sem hér hef ur sagt verið, að Guðmund-
ur frá Mosdal kom víða við sögu, enda var hann maður
fjölfróður, einkum í sögu þjóðar sinnar, ættvísi og öllu
því, er til þjóðfræða má teljast. Hann var ramíslenzkur
í hugsun, orði og athöfn, jafnframt var hann hjartahlýr,
fórnfús og hjálpsamur, svo að af bar, enda með afbrigðum
vinsæll maður og trygglyndur. Hann unni æskulýð ís-
lands og vann ævilangt að menningu hans af fádæma
elju og tryggð.
Guðmundur var ókvæntur, en eignaðist einn son. —
Guðmundar hefur víða verið minnzt í blöðum, síðan
hann andaðist. Ég vil leyfa mér að endurtaka hér niður-
lagsorð í minningargrein Ól. Þ. Kristjánssonar, skóla-
stjóra í Hafnarfriði. Ég hygg, að vinir Guðmundar frá
Mosdal, er að þessu riti standa, mundu taka undir þau orð:
„Hann stóð föstum fótum í fornri menningu þjóðar sinn-
ar og vann látlaust að aukinni nútímamenningu hennar.
Hann var heill í hugsun, heill í orðum og heill í athöfnum.
Það er ekki ísafjarðarbær einn, sem hefur orðið fátæk-
ari við fráfall Guðmundar frá Mosdal. Það er þjóðin öll.“
Ingimar Jóhannesson.