Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Side 81

Menntamál - 01.08.1957, Side 81
MENNTAMÁL 175 er öllum kunnur. Eins og þið vitið varð ávöxturinn af þessari þeiðni kennaranna hin frægu Binet-Simon greind- ar próf, sem nú eru notuð við greindarmælingar víðsveg- ar um heim, aðlöguð staðháttum hinna ýmsu landa. I fyrstu voru greindarprófin einkum notuð til þess að prófa börn, sem skáru sig úr fjöldanum, og sú er víðast raunin enn, enda mjög tímaírekt að prófa börn á þennan hátt, einkum þegar þess er gætt, að greindarprófin ein, eru aldrei einhlít til þess að athuga barn, svo forsvaran- legt megi teljast. Þegar fram liðu stundir og aðstoð skóla- sálfræðinga fór að verða nokkuð almenn, jukust kröfurn- ar til þeirrar þjónustu, sem þeir geta veitt, vildu kennarar þá fá fljótvirkari tæki, sem gætu að vissu marki veitt hug- mynd um hæfni og námsmöguleika nemenda. Svarið við þessari kröfu urðu hópgreindarprófin, sem nú hafa verið notuð með góðum árangri víða um lönd, og loks skóla- þroskaprófin, sem veita nokkra leiðbeiningu að því er varð- ar skólaþroska barna. Þótt skólaþroskaprófin séu yngst og ófullkomnust af þeim prófum, sem ég hef nú minnzt á, skal ég fara nokkrum orðum um tilgang þeirra og gildi, þar eð eðlilegt er að snúa sér fyrst að þeim hjálpartækjum, sem huganlegt er að nota um leið eða öllu heldur áður en skólaganga barnanna hefst. Við, sem þekkjum greindarmælingar, vitum, að illmögu- legt er að komast hjá því að flokka börn á einhvern hátt í bekki eftir námsgetu þótt slík flokkun verði að fram- kvæmast af mikilli varúð og mikilli tillitssemi. Hugsanlegt væri að raða börnum að nokkru eftir því, sem vitað er um hæfni foreldranna í þeirri von, að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni og fáir verrfeðrungar í námi sýni sig á skólabekkjunum. Þessi aðferð myndi vafalaust duga að Vissu marki, en afbrigðin hlytu þó að verða svo mörg, að ekki væri vænlegt til árangurs að fylgja henni einni. Þó naá hafa þetta sjónarmið í huga ásamt öðru betra, þegar fyrsta bekkjaröðun fer fram.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.