Menntamál


Menntamál - 01.08.1957, Side 82

Menntamál - 01.08.1957, Side 82
176 MENNTA.MÁL í öðru lagi væri hugsanlegt að raða börnum í fyrsta bekk eftir einhverri ákveðinni færni, þegar við upphaf skóla- göngu, t. d. lestrarkunnáttu. Sú aðferð hlyti þó að bregð- ast af og til ýmissa orsaka vegna. í fyrsta lagi er orðaforði og lestrarleikni ekki neitt öruggt greindarmerki. Ég hef greindarprófað börn, sem hafa mátt teljast hraðlæs, en hafa eigi að síður verið mjög lítið gefin og illa á vegi stödd í öðrum námsgreinum. Hins vegar getur greint barn átt erfitt með lestrarnám, eins og ég mun síðar víkja nánar að. í öðru lagi er hætt við, að foreldrar myndu leggja óeðli- legt kapp á að kenna börnum sínum lestur sem yngstum, ef það vitnaðist, að lestrarleikni, þegar í skóla er komið, hefði einhver áhrif á það, hvar barnið yrði í sveit sett. Gæti þá svo farið, að foreldrar réðust í það, sem hæpnast má teljast af flestu, sem gert er við lítil börn, og það er að setja þau í smábarnaskóla í þeim tilgangi að láta þau læra að lesa án þess að gera sér grein fyrir greind þeirra. Þeg- ar vitað er, að 20 prósent barna hafa alls ekki náð skóla- þroska 7 ára gömul og önnur 30 prósent tæplega, þá er mik- ilsvirði, ef hægt er að koma í veg fyrir, að allur þorri barn- anna hefji lestrarnám 6 ára og jafnvel yngri. Flest geta þau að vísu lært að þekkja stafi á þessum aldri og jafnvel að kveða að stuttum orðum, en eiginlegur lestur verður þeim um megn. Afleiðingin af slíkri skólagöngu verður því miður alltof oft grundvöllur vanmetakenndar og leið- inda gagnvart lestrarnáminu, sem er sálfræðilega séð eðli- leg og sjálfsögð afleiðing af því að láta börnin að stað- aldri fást við það, sem þau ráða ekki við. Sjálfur hef ég margsinnis prófað börn, sem náð hafa 13 ára aldri án þess að vera orðin læs, en foreldrarnir hafa tjáð mér, að lestr- arnámið hafi hafizt, þegar börnin voru 5—6 ára, en það hefur að því er sum börn snertir þýtt, að þau hafi verið á fjórða eða fimmta ári að vitaldri. Röðun í bekki eftir lestrarhæfni myndi ennfremur vera
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.