Menntamál - 01.08.1957, Qupperneq 82
176
MENNTA.MÁL
í öðru lagi væri hugsanlegt að raða börnum í fyrsta bekk
eftir einhverri ákveðinni færni, þegar við upphaf skóla-
göngu, t. d. lestrarkunnáttu. Sú aðferð hlyti þó að bregð-
ast af og til ýmissa orsaka vegna. í fyrsta lagi er orðaforði
og lestrarleikni ekki neitt öruggt greindarmerki. Ég hef
greindarprófað börn, sem hafa mátt teljast hraðlæs, en
hafa eigi að síður verið mjög lítið gefin og illa á vegi stödd
í öðrum námsgreinum. Hins vegar getur greint barn átt
erfitt með lestrarnám, eins og ég mun síðar víkja nánar
að.
í öðru lagi er hætt við, að foreldrar myndu leggja óeðli-
legt kapp á að kenna börnum sínum lestur sem yngstum,
ef það vitnaðist, að lestrarleikni, þegar í skóla er komið,
hefði einhver áhrif á það, hvar barnið yrði í sveit sett.
Gæti þá svo farið, að foreldrar réðust í það, sem hæpnast
má teljast af flestu, sem gert er við lítil börn, og það er að
setja þau í smábarnaskóla í þeim tilgangi að láta þau læra
að lesa án þess að gera sér grein fyrir greind þeirra. Þeg-
ar vitað er, að 20 prósent barna hafa alls ekki náð skóla-
þroska 7 ára gömul og önnur 30 prósent tæplega, þá er mik-
ilsvirði, ef hægt er að koma í veg fyrir, að allur þorri barn-
anna hefji lestrarnám 6 ára og jafnvel yngri. Flest geta
þau að vísu lært að þekkja stafi á þessum aldri og jafnvel
að kveða að stuttum orðum, en eiginlegur lestur verður
þeim um megn. Afleiðingin af slíkri skólagöngu verður
því miður alltof oft grundvöllur vanmetakenndar og leið-
inda gagnvart lestrarnáminu, sem er sálfræðilega séð eðli-
leg og sjálfsögð afleiðing af því að láta börnin að stað-
aldri fást við það, sem þau ráða ekki við. Sjálfur hef ég
margsinnis prófað börn, sem náð hafa 13 ára aldri án þess
að vera orðin læs, en foreldrarnir hafa tjáð mér, að lestr-
arnámið hafi hafizt, þegar börnin voru 5—6 ára, en það
hefur að því er sum börn snertir þýtt, að þau hafi verið á
fjórða eða fimmta ári að vitaldri.
Röðun í bekki eftir lestrarhæfni myndi ennfremur vera