Menntamál - 01.08.1957, Side 98
192
MENNTAMÁL
fjallahóteli við Lillehammer. Mót )>etta er haldið í samvinnu við
Samnemda for studierarbeid, en sú nefnd hefur nú starfað í 25
ár og liefur það verkefni að auka og efla alþýðufræðslu í Noregi.
Á móti þessu verður m. a. rætt um þjóðfélagið og alþýðufræðsluna,
sérþekkingu og sjálfsnám o. fl. Farið verður í stutt ferðalög, m. a.
til frægra staða í nánd við Lillehammer og Hamar. Dvalarkostnað-
ur verður 130 norskar krónur.
í Svíþjóð.
Fræðslumót um kvikmyndir verður lialdið 23.-29. júní á Bolius-
gárden, við Uddevalla á vesturströnd Svíþjóðar, cn þar er félags-
heimili sænska félagsins. Fræðslumót J>etta er haldið í samvinnu við
Nordiska barnfilmnámnden og Audiovisuella sállskapet , og er
fyrst og fremst ætlað kennurum og æskulýðsleiðtogum. Dvalarkostn-
aður verður 125 sænskar krónur.
Norrænt námskeið, er nefnist: Litir og snið okkar nánasta umhverf-
is (fárg och form i hemmiljö) verður í Bohusgárden 21.—28. júlí.
Námskeiðið er ætlað kennurum og æskulýðsleiðtogum og fleirum,
er áhuga kunna að hafa á J>essum efnum. í sambandi við námskeiðið
verður m. a. efnt til ferðar til Rörstan-verksmiðjanna i Lidköping.
Dvalarkostnaður verður 160 sænskar krónur.
Dagana 20.—26. júlí efnir sænska félagið í samvinnu við sænsku
fræðslumálastjórnina til norræns kennaranámskeiðs uppi í fjöllum
i Abiskohéraðinu í Lapplandi. Þetta námskeið nefnist: De nordiska
fjállens natur. Dvalarkostnaður mun verða um 150 sænskar krónur.
Norrænt kennaranámskeið, sem nefnist Att tala, verður haldið á
Bohusgárden 4.—10. ágúst. Námskeið j>etta er hliðstæða námskeið-
anna Att lása och förstá og Att skriva, sem haldin voru í fyrra og hitt-
eðfyrra. Á námskeiðinu í ár verður fjallað um listina að tala bæði al-
mennt og þó sérstaklega frá kennslutæknilegu sjónarmiði. í sam-
bandi við námskeiðið verður sýning á kennslutækjum á þessu sviði,
Farið verður í stutt ferðalag um nágrennið, m. a. skoðaðar fornar
helluristur við Grebbestad og Tanum. Dvalarkostnaður verður 125
sænskar krónur.
Kennurum, sem óska frekari fræðslu um mót og námskeið á Norð-
urlöndum, er bent á að snúa sér til Magnúsar Gíslasonar námsstjóra.
ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA OG
LANDSAMBAND FRAMHALDSSKÓLAKENNARA
Ritstjóri: Broddi Jóhannesson.
Ajgreiðslu og innheimtu annast Pálmi Jósefsson. Pósthólf 616.
PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.