Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 42
136
MENNTAMÁL
og m. a. reyna að styrkja nemendur við undirbúning und-
ir stöðuval. Gert er ráð fyrir landbúnaðardeild, tækni-,
verzlunar-, handíða og hússtjórnardeild og e. t. v. fleiri
greinum.
Launalögin. — Aðalbreytingin er sú, að laun og eftir-
laun kennara falla að öllu inn í launakerfi ríkisstarfsmanna
og reiknast sem heildarlaun í peningum, en frá dregst leiga
af hlunnindum, t. d. íbúðum. Áður greiddi ríkið nokkurn
hluta launanna í peningum og sveitarfélagið nokkuð í
hlunnindum. Kennarar eru undanþegnir þeirri skyldu að
búa í embættisbústöðum, þó að þeir séu fyrir hendi.
Lög um kennaraskóla. — Kennaraskólar hafa fram til
þessa verið tvenns konar, fjögurra ára skólar eftir gagn-
fræðaskóla og fimm ára skólar eftir skyldunám, auk tveggja
ára deildar fyrir stúdenta.
Þeir verða nú fjögurra ára skólar og byggja á gagn-
fræðanámi. Til að ná í góða nemendur, sem áður komu
í 5 ára skólana, hafa verið stofnaðar undirbúningsdeildir
við suma kennaraskólana. Þær eru tveggja ára og veita
kennslu í þeim gagnfræðagreinum, sem nauðsynlegar eru
kennaraefnum.
Nýju lögin hafa gert eitt erlent tungumál að skyldunáms-
grein, og annað erlent mál er frjálst. Annað erlenda mál-
ið getur verið finnska eða sænska. Kennaranemar geta
sérhæft sig að vissu marki með því að stunda eina náms-
grein meira en krafizt er í námskrá, og gera þá annarri
að sama skapi minni skil. Þó er ákveðið lágmark í hverri
grein, sem öllum er skylt að taka.
í tveimur efstu bekkjunum má láta nemendur fá sér-
stök verkefni, sem þeir vinna að einstaklingsbundið til að
þroska þá í sjálfstæðum vinnubrögðum og auka þekkingu
á ákveðnu sviði.
Til að vera tekinn í undirbúningsdeild skal nemandi
vera frá 16—24 ára, en frá 17—26 ára til að vera tekinn