Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 43
menntamál
137
í kennaraskólana. Fjöldi í bekk sé 30, en sú tala má hækka
og lækka um 6.
Kennari, sem hefur kennt minnst 3 og mest 8 ár má,
samkvæmt lögunum, ganga undir nýtt kennslupróf, en
aðeins einu sinni.
Álit slcólamálanefndar. Skólamálanefndin, sem skipuð
var árið 1956 og hefur starfað undir forustu R. H. Oitti-
nen, skilaði áliti um miðjan júlí 1959.
Ein af tillögum nefndarinnar er 9 ára skólaskylda,
einu ári lengri en nú. Gerir hún ráð fyrir, að breyting-
unni yrði komið á smátt og smátt. Annað þýðingarmikið
grundvallaratriði í tillögunum er, að allir nemendur á
skólaskyldualdri njóti sömu kjara og hlunninda, hvaða
skóla sem þeir kunna að sækja.
Vandamálið með tengsl skylduskólans og menntaskóla
eða sérskóla leysir nefndin með samfelldum skóla, sem
skiptist þannig:
1. Fyrst fjögurra ára óskiptur barnaskóli með fullkom-
inni bekkjarkennslu.
2. Þá tveggja ára miðdeildir, skipt í deildirnar eftir getu,
en aðallega bekkjarkennarar.
3. Þriggja ára lokastig með sérmenntuðum kennurum,
a. m. k. í málum, stærðfræði og náttúrufræði. Skólinn
skiptist í deildir með breytilegu námsefni, sem næst
þannig:
a. Hagnýt deild án kennslu í erlendum málum, fyrst
tveggja ára, en seinna þriggja ára.
b. Deild með einu erlendu tungumáli og mikilli kennslu
í stærðfræði og náttúrufræði.
c. Deild með tveimur erlendum málum, annað þeirra
sé sænska eða finnska.
Hagnýta deildin samsvarar unglingadeildum nýju lag-
anna, deildin sem kennir eitt erl. mál býr undir ýmsa sér-