Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 47

Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 47
menntamál 141 minnkandi frá ft. 0.60, en ört vaxandi upp að + !• For- sagnargildi fylgnitölunnar 0.50 mun vera nálægt 67 %, eða tvær réttar spár móti hverri rangri. Forgagnargildi ft. 0.40 er um 63%. Það sem hér hefur verið sagt um jákvæðar fylgnitölur gildir einnig fyrir fylgnitölur lægri en 0.0. Forsagnargildi fylgnitölunnar h- 0.50 er einnig nálægt 67 % o. s. frv. II. Það er mjög mikilvægt, að sem flestir hæfir nemendur gangi menntaveginn, þ. e. leggi stund á langskólanám. Langskólanám er bæði tímafrekt og kostnaðarsamt og því miklum verðmætum á glæ kastað, ef það mistekst. Það er því að vonum, að menn velti því fyrir sér, að hve miklu leyti og á hvern hátt hægt sé að velja úr þá hæfustu, sem öruggt má telja, að náð geti góðum árangri. Ákjósanleg- ast væri, að þetta val gæti átt sér stað, meðan nemendur eru sem yngstir, þannig að um leið væri komið í veg fyrir, að miður hæfir nemendur kepptu að marki, sem þeim væri ofviða. En jafnframt þessu verða menn að gera sér grein fyrir því, hver leið væri æskilegust til að takmarka þannig aðgang að hinum æðri skólum og tryggja það, að hinir hæfari verðu sem bezt hæfileikum sínum. Flestir skólamenn munu vera á einu máli um það, að naumast sé gerlegt að takmarka aðgang að skólum á annan hátt en með prófum, þ. e. gefa öllum kost á að reyna, enda brytu aðrar aðferðir í bág við hugmyndir okkar um persónu- frelsi og mannréttindi. Þetta próf yrði að vera það erfitt, að tryggt væri, að aðeins nægilega hæfir og duglegir nem- endur stæðust það. Ekki er heldur hægt að skylda hæfi- leikamenn til að leggja stund á langskólanám. Það er því nauðsynlegt, að kjör menntamanna og starfsskilyrði séu nægilega girnileg til að laða að sér allan þorra hæfra manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.