Menntamál - 01.08.1960, Blaðsíða 48
142
MENNTAMÁL
III.
VíSa um lönd hafa farið fram rannsóknir á sambandi
greindar og námsárangurs. Fundizt hafa fylgnitölur milli
greindar og námsárangurs á bilinu 0.20—0.90, þ. e. allt frá
mjög lágri til mjög hárrar fylgnitölu. Þetta misræmi
bendir til þess, að ærið margt hafi bein eða óbein áhrif á
niðurstöður. Skulu nú lítillega athuguð nokkur atriði.
Greind er mæld með greindarprófum og eftir niðurstöð-
um reiknuð út greindarvísitala. Einstaklingspróf eru snið-
in eftir Binet-prófunum, en þau eru einkum talin vera
mælikvarði á þroska og námsgetu á þeim tíma er prófið
fer fram. Greindarvísitalan getur breytzt nokkuð frá ári
til árs, og því meir, sem viðkomandi er yngri.
Ekki er hægt að nota hvarvetna sömu greindarprófin.
Þroski þeirra hæfileika, sem þau leiða einkum í ljós, er
háður umhverfi og lífsskilyrðum, sem eru meira og minna
breytileg frá landi til lands. Fleira veldur því, að staðla
(standardisera) verður prófin fyrir hvert land. Má gera
ráð fyrir, að prófin séu ekki fullkomlega sambærileg.
Ekki þarf að leita landa milli til þess að finna mismun-
andi lífsskilyrði og ólíkt umhverfi. Sérlega skýr mörk eru
þar á í löndum, þar sem stéttaskipting er mikil. Skólar í
auðmannahverfum sýna miklu betri árangur nemenda en
skólar í fátækrahverfum. Samskonar munur er á greindar-
vísitölu þessara tveggja hópa, en e. t. v. ekki eins mikill.
Samkvæmt niðurstöðum af rannsóknum í Bandaríkjun-
um er fylgnitala milli greindar og námsárangurs tíðast milli
0.40 og 0.50 mun einkum miðuð við menntaskóla (High-
School). Fylgnitala greindar og árangurs í bóknámsgrein-
um er því tíðast um 0.40-0.50. Miklu minni er fylgni greind-
ar og frammistöðu í verknámsgreinum, fylgnitala nál.
0.20. Samkvæmt Evrópuprófum er fylgnitala greindar og
námsárangurs oftast milli 0.60—0.70 og jafnvel hærri.
í þessu sambandi skal þess minnzt, að fylgni greindar
og námsárangurs fer að jafnaði vaxandi eftir því sem of-